Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 117

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 117
Viðhorf til samþættingar skóla- og frístundastarfs í fjölmenningarskóla flest 40-80 mín. vikulegan undirbúnings- tíma (mismunandi eftir starfshlutfalli), en sögðu að sá tími hefði nýst mjög illa vegna forfalla. Oft er Sigrún kölluð í forföll, stundum er undir- búningstíminn einungis 40 mín. sem nýtist illa og enn fremur erfitt að vera ein að undirbúa starfið í frístundinni. Betra væri að hafa undirbúning með öðrum starfsmönnum, en í vetur hefur eng- inn sameiginlegur undirbúningstími verið fyrir frístundina nema 15 mín. á dag sem byrjaði fyrir tveimur mánuðum. En þessar 15 mín. nýtast ein- ungis til að ákveða dagskipulagið og verkaskipt- ingu þess dags, ekki að ígrunda starfið og plan- leggja vikuna eða mánuðinn. Undirbúningstíminn sem Sigrún hefur á daginn nýtist mest til að und- irbúa kennsluna og verkefni fyrir kennara. Helstu verkefni Sigrúnar í skólanum eru að aðstoða í bekknum, labba á milli barna og aðstoða við verk- efni, Ijósrita, plasta og fleira í samráði við kenn- ara (Nótur úr viðtali við frístundaleiðbeinanda). Þau virtust ekki undirbúa hádegisfrí- stundina sérstaklega og lítill tími var notaður til að undirbúa starfið í Vinafelli. Nokkrir dagar í páskaleyfi voru notaðir til að yfirfara leikföng og leiksvæði í Vina- felli. Meðal annars kom fram að erfitt væri að undirbúa frístundastarfið ein(n), því það þyrfti að eiga sér stað í samræðum við samstarfsfólk. Kennarar höfðu um átta klukkustundir til undirbúnings vikulega, auk þess sem þeir sinntu undirbúningi milli kl.14.30 og 16.00 daglega. Sá tími nýttist bæði hverjum kennara til að undirbúa eigið bekkjarstarf og var notaður fyrir fundi með öðrum kennurum. Margir teymis- fundir voru haldnir vegna einstakra nem- enda og skólastarfsins. Kennararnir töldu að lítill tími gæfist til undirbúnings með frístundaleiðbeinanda, þar sem sá starfs- maður væri alla jafna með börnunum þegar kennari sinnti undirbúningi. Þátttaka starfsmanna í samtölum við starfsfólk kom skýrt fram að upphaf verkefnisins hefði verið mjög erfitt af ýmsum ástæðum. Skammur tími til undirbúnings og forföll starfsfólks á haustmisseri ollu álagi á starfsfólk og urðu nokkur starfsmannaskipti strax á fyrstu vikunum. Fram kom að kennarar töldu aukinn stuðning felast í því að hafa sama frístundaleiðbeinanda inni í bekknum alla daga vikunnar, en það hefði tekið tíma að setja nýtt starfsfólk inn í verkefnið. Allir viðmælendur nefndu að ekki hefði staðið til boða sérstök fræðsla vegna þróunar- verkefnisins. Einnig kom fram í viðtölum að starfsfólk hefði ekki tekið virkan þátt í mótun verkefnisins, en komið inn á síðari stigum. Allt starfsfólk sem tók þátt í rann- sókninni taldi nauðsynlegt að efla upp- lýsingaflæði og að starfsfólk kæmi með skýrari hætti að ákvarðanatöku. Starfsfólk, bæði kennarar og frístunda- leiðbeinendur, var sammála um að skipu- lag starfsins hefði tekið miklum framför- um eftir áramót. Almennt virtist starfsfólk fyrst og fremst einbeita sér að verkefnum sem sneru að barnahópnum sem það starf- aði með hverju sinni. Allir virtust stefna að sama marki, þ.e. að börnin nái árangri, bæði í námi og félagslega, og að þeim líði vel í skólanum. Viðhorfforeldra Tekin voru þrjú rýnihópaviðtöl við for- eldra barna í 1. og 2. bekk. Alls var talað við 15 foreldra, bæði íslenskumælandi og foreldra af erlendum uppruna. Almennt voru foreldrar ánægðir með breytingar á skóladeginum og samþættingu skóla 115
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.