Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 122

Tímarit um menntarannsóknir - 01.01.2014, Page 122
Kolbrún Þ. Pálsdóttir, Brynja Elísabeth Halldórsdóttir og Ester Helga Líneyjardóttir greint hvað varðaði markmið og skipulag kennslu og frístundastarfs. Kennarar báru ábyrgð á og sinntu formlegri kennslu á skólatíma, og höfðu enga aðkomu að frí- stundastarfinu eftir kl. 14.30. Þessar niður- stöður eru mjög sambærilegar norrænum rannsóknum á samstarfi kennara og frí- stundaráðgjafa (Stanek, 2012). Hér vakna spurningar um hvort ekki megi nýta enn betur hið óformlega nám í frístundastarf- inu til að efla þekkingu og hæfni barna, til að mynda mál og læsi, með valkvæðum verkefnum sem byggjast á áhuga og sjálf- ræði bama. Sú spurning kallar á frekari rannsóknir á samþættu skóla- og frístund- astarfi með hliðsjón af árangri barna. Lærdómur og lokaorð í ljósi niðurstaðna þessarar rannsóknar voru gerðar ýmsar breytingar á starfshátt- um skólaárið 2013-2014. Til að mynda voru gerðar breytingar á skilum skóladagsins og frístundarinnar með það að markmiði að minnka hávaða og troðning. Þannig fara nú börnin niður í Vinafell á ólíkum tímum og það hefur meiri ró í för með sér. Ákveð- ið var að útbúa sérstakt slökunarherbergi í Vinafelli til þess að koma til móts við óskir barnanna um rólegheit í lok dags. Enn- fremur leiddi rannsóknin í ljós að nauð- synlegt væri að styrkja starfsumhverfi, undirbúning og samstarf starfsfólks, ekki síst frístundaleiðbeinenda. Sameiginlegur undirbúningstími starfsfólks hefur verið aukinn og leitast er við að koma til móts við óskir þess um fræðslu sem nýtist því í samþættu skóla- og frístundastarfi, en sérþekking og reynsla af skipulagi frí- stundastarfs hefur verið fremur takmörk- uð innan skólans. Starfsfólk fær sérstaka handbók um verkefnið sem útbúin hefur verið í skólanum og á kost á að nýta sér sameiginlega miðlæga fræðslu sem er í boði fyrir starfsfólk frístundaheimila í hverfinu. Upplýsingaflæði til foreldra var aukið og sérstök kynning haldin fyrir for- eldra þar sem þróunarverkefnið var kynnt fyrir þeim. Að auki var áframhaldandi samstarf við ráðgjafa um fjölmenningar- legt foreldrasamstarf. Áframhaldandi áhersla skólans á mál og læsi skilaði sér í mjög góðum árangri í LÆSI, bæði í 1. og 2. bekk vorið 2014. Fyrstu niðurstöður prófs- ins gefa verkefninu byr undir báða vængi og eru viðurkenning á því starfi sem unnið hefur verið síðustu tvö skólaárin. Það er mat höfunda að þróunarverkefn- ið sem hér hefur verið sagt frá efli mögu- leika barna á að mynda sterkari félagsleg tengsl og vinabönd sem geta orðið til þess að börn af erlendu bergi lendi sfður í jaðarstöðu innan skólans og í samfélaginu. Virðingu fyrir margbreytileika þarf að flétta inn í bæði formlegt og óformlegt nám barnanna. Þannig læra börnin að virða, skilja og vinna með öðrum gegn fordóm- um. Rannsóknin sýndi að í Fellaskóla hafa verið tekin jákvæð og uppbyggjandi skref í þá átt að brjóta niður múra á milli formlegs skólastarfs og þess óformlega náms sem á sér stað í frístundastarfi. Starfsfólk, kenn- arar og frístundaleiðbeinendur búa nú yfir mikilvægri þekkingu og reynslu sem nýtist til að þróa áfram leiðir í námi og frí- stundastarfi yngstu bama grunnskólans. 120
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136

x

Tímarit um menntarannsóknir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit um menntarannsóknir
https://timarit.is/publication/1140

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.