Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 9
NORÐURLJÓSIÐ
9
henni aðra stutta bæn, sem hann bað hana að biðja oft. Hún
var: Drottinn, sýn þú mér sjálfan þig.
Guðsþjónninn gamli gat aldrei framar heimsótt gistihúsið.
Hann var orðinn of aldurhniginn til að ferðast nokkuð að ráði.
Stundum gat hann ekkert komist út úr húsinu. Dag nokkurn
var honum sagt, að ókunnug kona vildi tala við hann. Það var
mörgum árum síðar en það gerðist, er sagt var frá hér að
framan.
Er konunni var vísað inn til hans, heilsaði hún honum með
gleðibrosi og sagði: Munið þér ekki eftir mér, herra minn?
Nei, ég get ekki komið yður fyrir mig.
Munið þér ekki eftir því, að þér voruð mjög góður við litla
eldhússtúlku í gistihúsinu í Barlow, og að þér kennduð henni
tvær stuttar bænir?
Öldungurinn hugsaði sig um og sagði loksins: Já, nú man ég
eftir henni. Mér var mikið áhugamál: að vinna sálu hennar.
Voruð þér viðstaddar í gistihúsinu? Getið þér sagt mér,
hvernig henni líður?
Það get ég sagt yður, herra minn. Ég er litla eldhússtúlkan.
Hún var velklædd og kom svo vel fram, að Guðs-þjónninn
gamli gat varla þekkt hana aftur. Ég man vel eftir yður og vin-
samlegum orðum yðar, hélt hún áfram. Ég var í mikilli sálar-
angist vegna synda minna, þegar við sáumst síðast. En þér
sögðuð mér að biðja: O, Drottinn, sýndu mér sjálfan þig! Ég
gerði það, og sannarlega hefur hann bænheyrt mig. Hann sýndi
mér svo dásamlega, hvílíkur vinur og frelsari Drottinn Jesús er
og hve heitt hann hlýtur að hafa elskað mig, fyrst hann dó á
krossinum fyrir mig. Og nú fínn ég, að aldrei get ég lofað hann
nóg eða þjónað honum eins vel og ég vildi. Guð hefur verið með
mér og blessað vinnu mína, svo að nú hef ég allt, sem ég þarf.
Ég ásetti mér að leita yður upp og láta yður vita, hve Drottinn
hefur verið mér góður, og að þakka yður innilega fyrir það: að
kenna mér þessar tvær stuttu bænir.
Er gamli maðurinn virti fyrir sér andlit hennar, sem gleðin
skein úr, þakkaði hann Guði fyrir breytinguna, sem orðin var á
óþrifalegu, fáfróðu eldhússtúlkunni fyrir áhrif náðarboðskapar
Jesú Krists. - Þá breytingu getur Guð gert á hjarta sérhvers
manns, sem þekkir ekki náð hans. Hann vill það, ef vér erum