Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 16
16
NORÐURLJÓSIÐ
sinna. Kona Halldórs var á meðal þeirra, sem kropið höfðu
niður. Hún var ein af þeim, er reyndu að fá hann til að falla á
kné.
I Jesú nafni, leystu hann! Leystu hann sakir blóðsins.
Þannig bað fólkið ákaft, sem kropið hafði niður til fyrirbænar.
Snögglega fyllist það fögnuði. Halldór fellur niður sem herfang
krossins. Eftir tár og bænir rís hann á fætur. Hjarta hans er
umbreytt. Andlitssvipur hans hefur einnig breyst. Kvist
býður Halldór velkominn í Jesú nafni. Er Halldór kveður hann
með föstu handtaki, segir hann: Minnstu mín. Eg á erfiða daga
í vændum.
Allir skildu þetta, sem vissu, hve syndsamlegt hafði verið
líferni hans. Baráttan yrði Halldóri hörð, er hann nú var
afturhorfínn maður. Enginn undraðist það, þótt reikul nokkuð
yrðu fyrstu skrefín, sem hann gekk á afturhvarfs veginum.
Berjast yrði hann við margt. Þess vegna trúðu margir því ekki,
að hann væri afturhorfinn maður. En smátt og smátt varð æ
fleirum það ljóst, að eitthvað hafði breyst hjá honum.
Ábyrgðarlaus syndaferill olli því, að hann var í fjárhagsleg-
um vandræðum. Olli þetta honum miklum áhyggjum. Börnin
hans voru nálega klæðlaus og húsið hans hrörlegt. Stórskuld-
ugur var hann þar að auki. Strax, er hann hafði frelsast, olli
hver smáskuld honum samviskubiti. Hann átti samt að fá að
reyna, hver sannleikur býr i orðum Jesú: „Leitið fyrst ríkis
hans og réttlætis, og þá mun allt þetta veitast yður að auki“.
í kyrrþey fóru þessir nýju vinir hans að efna til samskota
handa honum. Sumir lögðu eitthvað í lófa hans, er þeir tóku í
hönd honum. Skjótlega breyttist fátæklega drykkjumanns-
heimilið. Ekki leið heldur á löngu, uns hann hafði goldið allar
skuldir sínar. Dag nokkurn fékk hann nýja og velborgaða
vinnu. Fannst honum þá, að sannarlega skini sólin á ný á lífs-
braut hans. Hann skildi líka, að hann var farinn að vinna traust
annarra á ný.
Er hann fann alla þessa góðvild, er streymdi til hans, varð
hann alveg sundurkraminn. Hann gat ekki skilið, hvernig allt
hafði svo breyst til batnaðar á svo skömmum tíma. Húsfreyj-
an, sem hann gat aldrei áður hrósað, var snögglega orðin indæl
og ágæt á öllum sviðum. Börnin, sem hann áður taldi byrði, voru