Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 19
norðurljósið
19
Spádómur um Rekabíta uppfylltur
„Orðið, sem kom til Jeremía frá Drottni . . . svohljóðandi:
Gakk til ættflokks Rekabíta og tala við þá og kom með þá í
musteri Drottins og gef þeim vín að drekka . . . Og ég setti
skálar fullar af víni og bikara fyrir ættmenn Rekabita-flokks-
ins og sagði við þá: Drekkið vín! Þá sögðu þeir: Vér drekkum
alls ekki vín, því að Jónadab Rekabsson ættfaðir vor hefur lagt
svo fyrir oss: „Þér skuluð aldrei drekka vín að eilífu, hvorki þér
né synir yðar . . . og vér höfum hlýtt skipun Jónadabs
Rekabssonar, ættföður vors . . . . Þá sagði Jeremía: Svo segir
Drottinn hersveitanna, Israels Guð: Af því að þér hafíð hlýtt
skipun Jónadabs ættföður yðar og haldið allar skipanir hans og
farið í öllu eftir því, er hann fyrir yður lagði, fyrir því segir
Drottinn hersveitanna, ísraels Guð, svo: Jónadab Rekabsson
skal aldrei vanta mann, er standi frammi fyrir mér.“
Þótt ættflokkur þessi væri týndur í margar aldir (um 2500
ár), er nú orðið augljóst, að Guð hefur uppfyllt fyrirheit sitt
bókstaflega. Frægur, hebreskur, kristinn ferðalangur fann
þennan ættflokk á 19. öldinni. Þeir áttu heima í fjöllunum
norðvestur af Medina í Arabíu. Þeir voru um 60.000 að tölu.
Stranglega héldu þeir hvíldardaginn og lífsreglur þær, sem
ættfaðir þeirra bauð þeim að halda fyrir um það bil 2500 árum.
Hver mun segja, að þeir eigi ekki dýrlega framtíð í vændum, er
bræður þeirra, Gyðingarnir, hafa hlotið viðreisn, og þegar þeir
allir, sem dýrkendur hins sanna Guðs, „standa frammi fyrir
honum að eilífu?“
Margir kristnir menn eru áhugalitlir um spádóma, sem enn
eru ekki komnir fram. Þess vegna vita þeir ekki, að endurkoma
Drottins er í nánd.
(Eftir J. Nytche í Prophetic News (Spádómsfréttir) London.
S.G.J. þýddi).