Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 69
NORÐURLJOSIÐ
69
reynslu, að verða Guðs barn. Þess vegna geisaði orrustan í sál
hennar.
Hvort átti hún að yfirgefa: jarðneskan kærleika sinn eða
frelsara sinn?
Ef hún yrði grísk-kaþólsk, yrði hún að afneita evangeliskri
trú sinni. Hún varð þá að sameinast þeim, er tortryggðu og of-
sóttu trúsystkini hennar. Hún, sem hafði lært að tilbiðja einn
sannan Guð í anda og sannleika, hún yrði að fara að hneigjasig
fyrir dýrlingamyndum og tilbiðja Maríu mey.
Það var því engin furða, þótt orrustan geisaði innra með
henni. Að hafna honum, sem henni var orðinn svo kær, var
hræðileg tilhugsun. Hún greip höndum fyrir andlitið, og tárin
fengu óhindruð útrás.
Að baki hennar var hljóðlega opnuð hurð. Hefðarkona gekk
inn. Þýsk var hún og hét ungfrú Ramsauer. Hafði hún verið
árum saman kennslukona prinsessunnar. Trúnaðar-vinkona
hennar hafði hún verið og að mestu leyti sem móðir hennar.
Henni gat prinsessan þakkað, að hún var frelsuð.
Ekki verður því lýst, hve mikill var sá þáttur, sem ungfrú
Ramsauer átti í þeim þroska, sem prinsessan hafði öðlast. Hún
var hennar eina stoð og stytta nú, er þessir tímar erfíðrar
baráttu stóðu yfir.
Móðir hennar, stórfursta-ynjan, var metnaðargjörn. Osk
hennar var, að dóttir hennar yrði keisara-ynja. Varpa mundi
það ljóma á hana sjálfa, ef hún yrði tengdamóðir ríkisarfans.
Andlegar efasemdir, sem dóttir hennar stríddi við, skildi hún
ekki. Var hún mjög óánægð með áhrif ungfrú Ramsauers. Lét
hún einskis ófreistað til að hafa áhrif á Tinu.
Arið áður hafði prinsessan verið fermd. Valdi þá móðir
hennar til þess lútherskan prest. Átti hann engin skýr
stefnumið. Hann vissi, úr hvaða átt vindurinn blés. Meðan stóð
yfir allur undirbúningur fermingar hennar, reyndi hann að
benda á, hve litlu máli það skipti, hvaða kirkjudeild menn
heyra til.
Þetta varð misheppnuð tilraun hjá honum. Hann gat ekki
grafið upp rætur trúarlífs Tinu, þótt ungar væru, oggjörthana
reikula. En það var ungfrú Ramsauer að kenna. Hún vissi, ef
Tina léti undan, mundi brátt deyja andlegt líf hennar.