Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 129
norðurljósið
129
ættir að bera þetta nafn hér á meðal okkar, sagði einn af
mönnunum.
Hann var orðinn fyrirmynd annarra ungra manna þessi
fátæki piltur, sem alist hafði upp í eymd í fátækrahverfi, en
breyttist þannig, er hann hitti kristniboðana og Drottin
kristniboðsins. , - , • . ^ \
(Þytt ur Lwets Gang. S.G.j.)
Kínverjinn og hrafnarnir
Norðurljósið flytur talsvert efni frá Kína. Hér kemur ágæt
saga. Frú Hudson Taylor ábyrgist, að hún er sönn.
Skömmu eftir að Li sneri sér frá heiðni til Krists, hlýddi
hann á hrífandi ræðu trúboða nokkurs, er lagði út af orðunum:
„Agirnd, sem er skurðgoðadýrkun.“ Hann var mjög
áhyggjufullur út af þessu, er hann hugsaði um það, að hann,
þótt hann væri hættur að þjóna skurðgoðum, gæti samt sem
áður orðið fyrir álíka freistingu, ef hann gæfí ágirnd rúm í
hjarta sínu. Hann ásetti sér, til að forðast það, að eiga aldrei
peninga eða einkaeignir. Bróðursyni gaf hann litlu jörðina sína
og íbúðarhúsið. En hann helgaði sig því starfi: að boða
löndum sínum kristindóminn. Með blessun Guðs fékk starf
hans mikinn framgang. Myndaðistbráðlegasöfnuðurkristinna
Kínverja í Yohyang-héraði. Starfaði Li þar lengi, og
safnaðarins gætti hann sem trúr hirðir. Er stundir liðu fram,
stofnaði hann hæli handa þeim, er hætta vildu reykingum
ópíums. Það er nálega ókleift, nema með hjálp Guðs og
hluttekningu manna. Auðvitað kostaði þetta starf ekki lítið fé.
Kom stundum fyrir, að lítið var í forðabúri Lis. En þá fékk
hann oft tækifæri til að þreifa á trúfesti Guðs og það mjög svo á
sérstakan hátt.
Einhverju sinni heyrði gamli Li þá kenningu, sem sumir
halda fram, að ekki séu sem áreiðanlegastar allar sögur gamla
testamentisins, t.d. sagan, að hrafnarnir hafi fært Elía
spámanni brauð og kjöt á hallæris tíma. Hefðu það að öllum
hkindum verið Arabar, sem færðu honum matvæli. Menn
vildu ekki trúa því, að fuglar höfðu gert það. Þá væri það krafta-
verk! En gamli Li var ekki samþykkur þessari skýringu.