Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 138
138
NORÐURLJÓSIÐ
verðskulda heitasta staðinn í helvíti. Ég fæ ekki skilið, hvernig
Guð getur verið svo náðugur, svo miskunnsamur slíkum
manni sem mér. O! ég er svo óverðugur!
Bróðir Sumner, hvernig gat Guð fyrirgefið mér, drykkju-
manni, hjáguðadýrkara, fíkniefna neytanda, svo að fátt eitt sé
nefnt. Ég hef komið til messunnar svo drukkinn, að ég þurfti
hjálp til að komast upp og niður tröppurnar. Auk þessa hef ég
verið svo drukkinn, er ég kom að borði Drottins, að troða varð
brauðinu (oflátunni) upp í mig. Er ég var síðast við messu, var
ég svo drukkinn, að ég bókstaflega skreið frá kirkjudyrunum út
á bílastæðið. O! hvernig gat Guð frelsað mig? Hvernig getur
hann elskað mig og fyrirgefið slíkum manni sem mér? Það er
utan við mitt litla, mannlega vit. En lofaður sé hann! Ég er
frelsaður! Lofaður sé hann!
O, bróðir, Sumner, kaþólskir menn eru svo afvegaleiddir,
eru í svo mikilli villu, að þeir segja: Ef einhver sækir messu
fyrsta föstudag í hverjum mánuði, fimm í röð, þá er það öruggt
og vafalaust, að hann kemur í himnaríki.
Bróðir, - ég elska þetta orð „bróðir“ - gjörðu svo vel að biðja
fyrir mér, því að Satan er þegar farinn að ónáða mig. Ég elska
Jesúm svo mjög, og engin orð geta tjáð lofgjörð mína til hans.
O, hann er mér svo yndislegur. . . .
Megi Guð blessa þig með ómælanlegri blessun.
Ég er, í hans heilaga nafni, Bróðir D. R.
Brottrekni brúðguminn
Brúðkaupið var afstaðið. Brúðarkaka hafði verið skorin í stykki
og þeim útdeilt, og gjafabögglarnir opnaðir. Er bifreiðin ók af
stað, færði brúðurin sig eins langt og hún gat frá
brúðgumanum. Hún sagði: Tom, farðu með mig heim til mín!
HEIM, Kata. Við erum ekki ennþábyrjuð ábrúðkaupsferð-
inni. Heimilið okkar nýja verður ekki til fyrr en eftir þrjár
vikur.
Mig langar ekki til að fara í þetta hús, sem þú hefur í