Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 40
40
NORÐURLJÓSIÐ
hann tók konuna frá honum. Þetta var valdaræninginn
Heródes Antipas. Orðtak þessa afkomanda Esaú var í raun og
veru hið sama: Hvaða gagn (hagnað) hef ég af þessu?
Konungurinn, sem stóð frammi fyrir Heródesi, bar í brjósti
brennandi þrána, er snortið hafði hjarta Jakobs. Hann þráði
framar öllu öðru, að heimurinn allur hlyti blessun af sér.
Hásætið, er valdaræninginn sat í, tilheyrði honum, Heródesi
ekki. Konungurinn af Esaú ætt og konungurinn af Jakobs ætt,
þeir horfðust í augu! Með einni bendingu hefði Kristur getað
kallað til sín herskara engla til að sópa þessum valdaræningja á
brott úr því hásæti, sem Kristur átti að sitja í. En hann vildi
ekki setjast í hásætið þá þegar, af því að hann var á leiðinni til
krossins til að endurleysa þig og mig. Hásætið vildi hann ekki
þiggja fyrr en hann gæti látið þig og mig sitja þar hjá sér.
Heródes sendi hann aftur til Pílatusar. Þaðan lá leið hans,
sem þekkti ekki synd, til krossins. Þar dó hann fyrir Heródes,
alveg eins og fyrir þig og mig. Hann dó jafnvel fyrir manninn,
er rænt hafði hásæti hans.
Niðji Esaú hélt áfram sínu slarki, meðan niðji Jakobs hékk á
krossinum. En hönd Guðs var lögð á þennan harðstjóra síðar.
Hann var rekinn í útlegð til Lyons í Frakklandi. Þar dó hann í
útlegð og mikilli eymd. En Jesús Kristur reis upp frá dauðum
til að ríkja sem konungur konunga og Drottinn drottnanna um
eilífð alla.
Elíf örlög Esaús ákvörðuð.
Er þetta gerðist, var Seír-fjall, Petra, ennþá fagurt og velmegun
mikil. En Guð hafði kveðið upp dóm sinn.
„Svo segir Herrann Drottinn: Sjá, ég skal fínna þig, Seír-
fjalllendi, og ég skal rétta hönd mína út í móti þér og gjöra þig
að auðn og öræfum. Borgir þínar gjöri ég að rústum, og þú skalt
sjálft verða aðauðn, svo að þú viðurkennir, að ég er Drottinn ...
Eg gjöri Seír-fjalllendi að auðn og öræfum og læt þar alla
umferð af leggjast ... Að auðn skalt þú verða, allt Seír-
fjalllendi og Edómland.“ (Esekíel 35. kafli er allur um Edóm og
forlög þess. Auk þess eru spádómar um Edóm í Obadía 18.
grein, Jóel 3.24., Amos 1.11., Jesaja 34.5., Esek. 25.12.).
Petra eða Seír-fjall, höfuðborg Edóms, er alger auðn. Bygg-
ingar allar, gerðar úr steinum og steinlími, hafa hrunið og orðið