Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 21
norðurljósið
21
að mér sé sagður sannleikurinn. Ef ég dey, þá veit ég, að ég fer
til að vera með Drottni Jesú Kristi, sem gaf þetta loforð:
„Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burtu reka.“ (Jóh.
6.37.) Ég kom til hans fyrir einu ári, veitti honum viðtöku sem
frelsara mínum. Ég er búinn undir að deyja. Mig langar til að
heyra sannleikann. Hvernig er ástand mitt?
Dr. Mackay svaraði: Þú átt í mesta lagi þrjár stundir eftir.
Ljóminn á andliti mannsins dofnaði ekki.
Viljið þér gera mér greiða? spurði hann. Launa-umslagið
mitt er í einum af vösum mínum. Viljið þér senda það til
konunnar, sem ég leigi hjá, og biðja hana að senda mér bókina.
Hvaða bók, spurði læknirinn.
Segið aðeins: bókina. Hún veit, hver hún er.
Dr. Mackay sá um, að beiðni mannsins yrði fullnægt. Síðan
fór hann til annars sjúklings. En í eyrum hans héldu áfram að
hljóma orðin: Ég er ekki hræddur. Ég er búinn undir dauðann.
Síðar um daginn kom hann aftur í deildina. Hann spurði
hjúkrunarkonu um múrarann.
O, hann er dáinn fyrir fáeinum mínútum, svaraði hún.
Fékk hann bókina?
Já, hún kom rétt áður en hann dó. Var þetta bankabókin
hans? spurði dr. Mackay?
Nei, það var ekki bankabók. Hann dó með hana undir
koddanum sínum.
Hvaða bók var það?
Farið og sjáið það sjálfir, sagði hjúkrunarkonan.
Dr. Mackay fór að rúminu, seildist undir lakið og dró fram
biblíu, sem var undir koddanum. Hann lauk henni upp. Augu
hans staðnæmdust við saurblaðið. Þarna stóð, honum til
undrunar, nafnið hans og móður hans og ritningargrein, rituð
með hendi hennar.
Hann saup hveljur. Þetta var biblían, sem hann hafði veðsett!
Bókinni stakk hann undir frakkann sinn, hélt síðan til
einkastofu sinnar. Þar opnaði hann biblíuna og horfði aftur á
þessa velkunnu rithönd. Að hugsa sér, þessi bók, sem hann
hafði ekki notað og veðsett fyrir smáræði, - hún hafði orðið til
þess: að leiða sál til frelsarans og varpa ljósi á dánaraugnablik.
Hún var komin í hendur hans aftur! Nú, eftir öll þessi