Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 78
78
NORÐURLJÓSIÐ
burt reka. Viltu koma? Viltu krjúpa hérna niður og koma eins
og þú veist best? Maðurinn kraup hikandi niður.
Ég bað hann þá að hafa upp eftir mér bænarorðin. Ég bað hér
um bil á þessa leið: Drottinn Jesús, þú hefur sagt: „Þann, sem
til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka“. Nú, á þann hátt,
sem ég veit best, kem ég til þín. Maðurinn endurtók orð mín.
Ég sagði: Komstu í raun og veru? Já, sagði hann, ég gerði það.
Ég sagði þá: Hvað hefur Jesús gjört? Skiptu þér ekkert af því,
hvað þér fmnst, heldur því, sem Jesús segir, að hann hafí gjört:
Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka. Hvað hef-
ur hann gjört? Hann svaraði: Hann hefur tekið móti mér. Ég
spurði: Ertu fús til að standa á orði Guðs einu? Hann svaraði:
Ég vil gjöra það. Ég sagði: Nú ferð þú inn í herbergi þitt. Ég
efast ekki um, að djöfullinn mun gera harða árás á þig. En vilt
þú blátt áfram standa á þessu orði Jesú einu: Þann, sem til mín
kemur, mun ég alls ekki burt reka? Hann svaraði ég vil það.
Hann fór inn í herbergi sitt. Djöfullinn kom og réðst alveg
heiftarlega á hann og reyndi að koma honum til að horfa á
hjarta sitt, tilfinningar sínar og efasemdir. En hann hélt áfram
að horfa á fyrirheit Jesú: Þann, sem til mín kemur, mun ég alls
ekki burt reka. Hann trúði á sjálft fyrirheitið. Sem sigurvegari
kom hann út úr þessari baráttu. Þetta var fyrir átta eða níu
árum. Nú er hann orðinn einn af allra nytsömustu mönnum í
Bandaríkjunum.
(Þýtt úr: How to work for Christ? - Hvernig á að starfa fyrir Krist
S. G.J. 'þýddi)
Biblían og radíum
Þegar prófessor Curie tilkynnti uppgötvun radíums, undruð-
ust menn það og lýstu yfir því, að það væri ólíkt öllu öðru, sem
áður hafði þekkst, af því að það lét alltaf orku í té, án þess að
kraftur þess dvínaði.
Hvað hefur orð Guðs gert? Óaflátanlega - ólíkt öllu öðru
- hefur streymt frá því guðlegur sannleikur til frelsunar
mörgum sálum, án þess að gildi þess hafí nokkuð minnkað við
það.