Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 136
136
NORÐURLJÓSIÐ
ÁFENGISNE YSLA
Sigurleiðin yílr henni
Eftir Jerry G. Dunn, fyrrverandi áfengissjúkling
1. Eg geri mér ljóst, að ég get ekki brotið hlekki áfengisneysl-
unnar af eiginn rammleik. Eg trúi því, að kraftur Jesú Krists
standi mér til boða til að hjálpa mér. Eg trúi því, að taki ég á
móti honum sem mínum eiginn frelsara, þá verði ég að nýjum
manni. (1. Korintubréf 5. kafli, 11. grein).
2. Ég trúi því, að kraftur Jesú Krists, kraftur Guðs, birtist þar,
sem bænin er iðkuð. Þess vegna ákveð ég: að taka mér tíma
tvisvar á dag til að eiga samfélagsstund við himneskan Föður
minn. Ég geri mér ljóst, að ég þarfnast daglega hjálpar Guðs.
(Sálmarnir 24. 1.-5.)
3. Ég geri mér ljóst, að ég þarfnast kristilegs samfélags. Þess
vegna vil ég hafa samfélag við sannkristið fólk. Ég veit, að ég
verð að vera virkur þátttakandi í þjónustu Krists, til þess að ég
fái alltaf sigur. Og með sigri mínum mun ég hjálpa öðrum.
4. Ég bragða ekki nokkurndrykk,sem inniheldur vínanda. Ég
veit, að það er fyrsti sopinn, er skaðanum veldur. Þess vegna
drekk ég ekki. Ég vil halda mér frá stöðum, þar sem freistingin
að drekka gæti mætt mér. Ég vil halda mér frá þeim félögum
mínum, sem kynnu að freista mín. Égget alltaf sigrað, af því að
ég veit, að máttur Guðs er fullnægur til að uppfylla sérhverja
þörf mína. (Filippíbréfið 4.19.)
Þig vantar hvergi vegi
þig vantar aldrei mátt,
þín bjargráð bregðast eigi
til bóta á einhvern hátt.
Þitt starf ei nemur staðar,
þín stöðvar enginn spor,
af himni, er þú þér hraðar
með hjálp og líkn til vor.
(Höf: Síra Björn Halldórsson).