Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 71
NORÐURLJÓSIÐ
71
hafði á milli fjölskyldnanna beggja á þann hátt, sem enginn gat
skynjað.
Það er enginn, er sá, hve oft Tina varð að fara frá öllu fólki og
vera í einrúmi og kyrrð. Fólkið sá einungis hógværa, milda
framkomu. Kraftur, sem ekki var af þessum heimi, bar hana.
Ut frá henni geislaði eitthvað hreint og heilagt.
Dag nokkurn fékk hún þær fréttir, að Nikulás hafði trúlofast
Dagmar, prinsessu frá Danmörku. Einnig þettagaf Guðhenni
náð og kraft til að bera. Hversu erfitt, sem það var, að önnur
kona skyldi eignast þann sess, er hefði getað orðið hennar
eiginn.
Þegar hún hitti Nikulás, sagði hann: Þú verður að vera besti
vinurinn okkar nú og ætíð.
Hún merkti ást hans innibyrgða, en fékk náð til að svara hægt
og rólega: Já, Nixi, ef heitmær þín óskar þess.
Tina heyrði þeim til, er fljótt þroskast svo, að þeir verða
hæfir til að hverfa inn í eilífðina. Hún varð veik af berklum og
hafði gengið með þá nokkuð lengi áður en þeir brutust út. Hún
var flutt til Feneyja í þeirri von, að loftslagsbreyting gæti gert
henni gott. Þar fékk hún þá miklu gleði, að vinstúlkan hennar
trygglynda, ungfrú Ramsauer, fékk leyfi til að vera hjá henni
aftur.
Samtímis því, að Tina lá sjúk af berklum, fékk erfðaprinsinn
sama sjúkdóm og dó í Nizza. Herbergisþjónninn hans gamli
varð að ferðast alla leið til Feneyja til að færa Tinu hinstu
kveðju hans.
Hún þjáðist mikið, fékk ægilegar höfuðkvalir. En þrautir
hennar allar bjuggu hana undir heimför til himinsins. Sigrandi
hélt hún þangað til að veita viðtöku kórónu, sem var langtum
dýrlegri en sú, er ríkisarfi Rússlands hafði boðið henni.
(Þýtt úr Livets Gang. S.G.J.)
Heill þér, Guðs vin, heill með böl og raun!
Herrann sjálfur var þín sigurlaun.
Guðs-manns líf er sjaldan happ né hrós,
heldur tár og blóðug þyrnirós.
(Matthías Jochumsson í kvœðinu um Hallgrím Pe'tursson).