Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 33
NORÐURLJÓSIÐ
33
hvíldir, gekk hann inn í listasafnið fræga. Auðugur var hann,
ungur og gáfaður, - heimurinn bjartur og fjársjóðir hans nærri,
svo að seilast mátti til þeirra. Hann stóð frammi fyrir málverki
Stenburgs sem væri hann handtekinn. Furðusögunni neðst við
rammann, gat hann ekki slitið sig frá. Hún óx inn í hjarta
hans. Kærleikur Krists tók sál hans föstum tökum.
Klukkustundir liðu. Birtan dvínaði. Umsjónarmaðurinn snart
grátandi aðalsmanninn, sagði honum, að lokunartími safnsins
væri kominn. Kvöld var komið, - nei, öllu heldur dagrenning
eilífs lífs. Hann var Zinzendorf. Hann sneri aftur til gistihúss-
ins, fór aftur upp í vagn sinn. En hann sneri baki við París og
fór heim til sín.
Frá þeirri stundu lagði hann líf, eignir og orðstír að fótum
Hans, er hvíslað hafði að hjarta hans:
„Allt þetta gerði ég fyrir þig.
Hvað hefur þú gert fyrir mig?“
Zinzendorf, sem var faðir Moravianna, svaraði þeirri
spurningu með Guði helguðu lífi og hvernig hann bauð
dauðann velkominn.
Málverk Stenburgs hangir ekki lengur í málverkasafninu í
Dusseldorf. Fyrir þó nokkrum árum brann það. Það glataðist,
- - en það predikaði, og Guð notaði það til að segja frá gjöf hans,
Staðgöngumanninum frá Golgata, er Páll sagði um: „Hann
elskaði mig og lagði sjálfan sig í sölurnar fyrir mig.“
Lesandi: Getur þú sagt: ,,Og fyrir mig?“
(Þýtt S. G.J.).
Úr háum himna sal,
úr helgri dýrðarborg,
ég kom í dimman dal
og dvaldi í myrkri og sorg.
Hvað missir þú fyrir mig?
Eg missti allt fyrir þig.