Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 128
128
NORÐURLJÓSIÐ
aðeins um skemmtanalífíð. Kristindóminum sýndu þeirengan
áhuga. Þeir hugsuðu aðeins um eitt: að skemmta sér sem mest
þeir máttu. Þegar Izuchi kom heim úr vinnunni, var grammó-
fónninn þegar kominn af stað. Félagar hans spiluðu nýjustu
popp-plöturnar aftur og aftur.
Strax frá komu sinni hafði Izuchi sagt þeim, að hann tryði á
Guð hvítra manna. Biblíuna las hann og kraup á kné, er hann
fór að hátta.
Líklega geðjast þér ekki lögin okkar vel? sagði einn af ungu
mönnunum við hann, en við spilum þau samt.
Þá brosti Izuchi og sagði: Auðvitað verðið þið að fá að hlusta
á plöturnar ykkar. En ég hef líka keypt nokkrar plötur, sem ég
vil spila, þegar þið eruð búnir með ykkar plötur.
Þessu gátu þeir ekki neitað. Er popp-lögin þeirra voru búin,
setti Izuchi á sínar plötur með andlegri hljómlist og söngvum.
Ungu mennirnir hlustuðu á. Aftur og aftur ypptu þeir öxlum
og álitu, að þetta væri ekki hljómlist handa ungu fólki.
En kvöld eftir kvöld tóku andlegir söngvar við á eftir popp-
hljómlistinni. Hugsið um innihaldið í því, sem þið spilið, sagði
Izuchi, og svo um orðin í þeim söngvum, sem ég spila. Þá
hljótið þið að heyra mismuninn. Ykkar söngvar verða gleymdir
eftir nokkur ár. Andlegu söngvarnir verða sungnir aftur, og það
er af því, að þeir hafa eilífðargildi fólgið í sér.
Kvöld nokkurt, er Izuchi var á samkomu, stansaði einn af
félögunum popp-plötuna. Hann sneri sér að hinum og sagði:
Piltar, ég sakna Izuchi sannarlega, líka sé ég eftir plötunum
hans. Þær hafa áhrif á menn. Það er eitthvað gott við hann og
söngvana hans. Þeir hafa áhrif, jafnvel þótt einhverjum geðjist
ekki alveg að þeim. Eg held, að það muni eiga við, að við köllum
hann „herra Krist“, því að hann talar svo mikið um frelsarann.
Er hann kom heim sögðu þeir við hann: Velkominn heim, herra
Kristur!
Hann stóð þá alveg undrandi og vissi ekki, hverju hann átti
að svara.
Það er aðeins einn, sem getur borið nafnið: „Herra Kristur“
- Það er sonur Guðs, Jesús Kristur, sem dó fyrir syndir
heimsins og er orðinn frelsari minn.
Jú, en okkur fannst þú minna okkur svo mikið á hann, að þú