Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 80
80
NORÐURLJÓSIÐ
hjálpræðið var ekki í rauðu treyjunni, heldur dýpra, þá greip
mig lotning fyrir hetjulegri framkomu hans.
Við vorum staddir á miðju úthafinu, þegar óhapp vildi til
um borð. Vatnsgeymar okkar höfðu orðið lekir, og allt vatnið
runnið niður. Þetta var hörmulegt óhapp, sem valdið gat dauða
okkar allra. Er það hræðilegasti dauðdagi, sem unnt er að hugsa
sér. Kom mér þá til hugar trúarhetjan litla og kallaði á hann.
Getur þú beðið? spurði ég formálalaust. Ruglaður dálítið og
undrandi stóð hann þar andartak og sagði síðan: Það veit skip-
stjórinn vel, því að það er vegna bæna minna, sem ég hef orðið
að þola svo mikið, sagði hann.
Já, ég veit það og get ekki annað en harmað það, að slíkt hefur
gerst. En kæri drengurinn minn: Hið versta er, að ég hef ekki
verið betri, níðingsverkið með treyjuna þína, það var unnið
með samþykki mínu.
Virkilega, sagði drengurinn.
Hér er hönd mín upp á það, sagði ég. Getur þú fyrirgefið
mér?
Með tárin í augunum sagði drengurinn, er hann greip hönd
mína: Fyrirgefa? víst vil ég það.
Þetta varð stund með kyrrð og djúpri rósemi. Það var líkt og
engill gengi gegnum káetuna mína, og hvorugur okkar vogaði
að segja eitt orð.
Eiginlega var ein bæn, sem ég vildi biðja þig í dag, sagði ég.
Pilturinn hlýddi með athygli á, meðan ég gerði honum ljóst,
hve hættulegum kringumstæðum við vorum í. Við vorum
staddir úti á hafi, og hundruð mílna til næstu hafnar. Við eigum
ekki dropa af fersku vatni. Hvað eigum við að gjöra?
A skipstjórinn við, að ég skuli biðja til Guðs í nauðum okkar,
spurði pilturinn.
Jú, það er einmitt þetta, þegar ég spurði þig, hvort þú gætir
beðið. Trúarsterkur og djarfur svaraði hann: Vilji skipstjórinn
gefa mér frí hálfa stund, þá skal ég biðja til Guðs.
Auðvitað, sagði ég, mjög hrærður.
Hann flýtti sér niður í káetu sína, lét hurðina aftur og bað.
Viðurkenna verð ég, að þennan hálfa tíma hrópaði ég af hjarta
til Guðs um náð. Og auðmjúkur bað ég Guð um þá náð, að
hann vegna piltsins yrði að miskunna okkur.