Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 52
52
NORÐURLJÓSIÐ
sjálfum mér, að ég hefði átt að selja nokkuð af þeim og nota
peningana til styrktar Drottins starfí.
Bílskúrinn.
Ég vildi óska, að við værum ekki neyddir til að fara út í
bílskúrinn. En Drottinn var þegar kominn að útihurðinni og
hefði fengið illan grun á mér, ef ég hefði reynt að aftra honum
frá því. Ég held, að ég þurfi varla að segja ykkur, hvað hann sá
þar - nýjustu tegund bíla, tjaldvagn, skemmtibát og íþrótta
áhöld. Ég get ekki hugsað um alla þá kostnaðarmiklu útgerð,
sem þar lá.
Ferðarlok.
Þegar við komum aftur út á hlaðið, spurði Drottinn, fullur
meðaumkunar fannst mér: „Ertu glaður, William?“ Ég
neyddist til að svara: Ég er ekki glaður, Drottinn. Ég veit, að
jarðneskir hlutir geta ekki gefíð hamingju. Þeir geta ekki
uppfyllt þörf hjarta míns. Það eru líka aðrar orsakir þess, að ég
er ekki fullkomlega hamingjusamur. - Mig vantar kraft í
daglegu lífi mínu. Það virðist, að ég þurfi að öðlast kraft þinn
sem streymdi í gegnum mig. Ég finn líka, að ég er sekur, um að
hafa notað peninga fyrir sjálfan mig, vitandi, að helmingur
jarðarbúa hefur aldrei heyrt, að þú hafir dáið fyrir þá.
Svo sagði ég - og heldur djarflega, fannst mér: Drottinn, þú
mátt taka allt, sem þú vilt. Ég vil fúslega láta þig fá það, sem þú
óskar eftir.
En Drottinn leiðrétti mig og sagði: „William, ég tek ekki
nokkuð frá nokkrum. Það ert þú sjálfur, sem verður að stíga
fyrsta skrefið. Það ert þú, sem verður að leggja það á altarið.“
Hann bað mig að setjast hjá sér á grjótgarðinn. Svo hélt hann
áfram í kærleiksríkum tón: „Það er ýmislegt, sem miglangar til
að tala um við þig áður en ég fer, meðal annars þetta: „Þannig
getur þá enginn af yður, sem eigi sleppir öllu, sem hann á, verið
lærisveinn minn. Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðunni.
Safnið yður fjársjóðum á himni, því að þar, sem fjársjóður þinn
er, þar mun og hjarta þitt vera.“ William, hvers vegna byrjar
þú ekki að lifa ávaxtaríku lífí, til þess að fagnaðarerindið geti
breiðst út? Gefðu, þangað til þú finnur verulega til. Mundu
eftir því, sem Davíð konungur sagði: „Nei, frá þér er allt, og af