Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 155
NORÐURLJÓSIÐ
155
sennilega hafa flúið úr nágrenni ísraels. Hussaein Jórdaníu-
konungur er víst frekar skynsamur. Hann vill víst ekki styggja
mikið, hvorki Israelsmenn eða Araba, en er kannski í hálfgerðri
klípu út af þessu.
Við skoðuðum hjálparheimili fyrir vangefm, vansköpuð og
jafnvel yfírgefín börn. Félagsskapurinn, sem stendur að þessu
starfi, heitir á sænsku: Individuellt Manniskohjálp, (hjálp við
einstaklinga, mætti e.t.v. kalla þetta. S.G.J.) (skammstafað
I.M.). Það var, held ég, fyrst stofnað af sænskri konu. Brittu
Holmström, sem er læknir. Þetta starf er vinsælt í Jórdaníu, og
ég held, að Hussaein konungur í Jórdaníu sé hlynntur því.
Þetta er kristið fólk. Það tók á móti okkur, veitti okkur góðgerð-
ir og gaf okkur öllum tímarit, sem félagsskapurinn gefur út, og
heitir það I.M. Það gladdi mig líka að geta gefið bókamerki,
sem voru vel þegin af börnunum.
Ekki langt frá Amman, þegar farið er út í eyðimörkina, er
klettaborg, sem heitir Petra (Klettur). (Líkl. réttara Klettar.
Sbr. Matt. 16.18. Bibl. 1981). Ekki langt þaðan frá er klettur-
inn, sem sagt er frá, að Móse sló stafnum á, svo að vatn spratt
fram. Þar rennur það enn og hverfur svo undir aðra kletta þar
nálægt. þangað koma menn og skepnur enn í dag til að drekka.
Hallgrímur Pétursson tekur dæmi af þessu, þegar hann talar
um síðusár Jesú:
Guðs var máttug mildin prúða,
Móises þá steininn sló,
út til allra Israels búða
ágætt svalavatnið dró,
hressti þyrsta, þjáða, lúða,
þeim svo nýja krafta bjó.
Þá sjálfur Guð á sonarins hjarta
sínum reiðisprota slær,
um heimsins áttar alla parta
út rann svalalindin kær;
sálin við þann brunninn bjarta
blessun og nýja krafta fær.
Og svo: við þennan brunninn: þyrstur dvel ég, o.s.frv.