Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 92
92
NORÐURLJOSIÐ
sínu til að fá liðveislu almennings. íkringum 1800hafði borgin
reist fyrirmyndar fangelsi.
Gloucester er um 135 km. fyrir norðvestan Lundúnir. Hún
var miðstöð framleiðslu á prjónum. Þótt til væru skólar fyrir
börn hærri stéttanna, voru börn lægri stéttanna knúin til að
vinna í þessum verksmiðjum. Vinnutíminn var 12-16stundir á
sólarhring sex daga vikunnar. A sunnudögum ráfuðu börnin
um göturnar í hópum. Aumkunarverð tilvera þeirra hrærði
Raikes. Olæs voru þau, kunnu enga iðn, og þau þekktu ekki
Drottin sem frelsara, er frelsað gæti þau frá syndum þeirra.
Hann varð sannfærður um, að sú væri lausnin á samfélagsleg-
um og andlegum vandamálum þeirra, að þeim væri kennt að
lesa og skrifa. A þann grundvöll kæmi síðan menntun þeirra á
öðrum sviðum og með henni Biblían og Spurningakverið.
Akveðinn var hann í: að gefa þessum götustrákum tækifæri
til að læra, án þess að það ræki sig á vinnutímann hjá þeim, sem
veittu þeim atvinnu.
Er þetta áform hans tók að komast á framkvæmda stig, ritaði
Raikes:,,.... (ég) fór þá að spyrjast fyrir um, hvort ekki væru í
nágrenninu þarna heiðarlegar, geðgóðar konur, sem héldu
skóla, sem kenndu lestur. Mér var bent á fjórar heiðarlegar,
geðgóðar konur, er héldu skóla til að kenna lestur. Eg sneri mér
til þeirra og samdi við þær, að þær tækju á móti öllum þeim
börnum, sem ég sendi til þeirra. Þær áttu svo að kenna þeim að
lesa og líka kristin fræði. Við sömdum um, að fyrir dagsverkið
greiddi ég þeim einn skilling hverri. Konunum virtist geðjast
þessi uppástunga vel. Eg heimsótti síðan áðurnefndan prest
(síra Thomas Stock) og fræddi hann um áform mitt, og hann
samþykkti að hjálpa til með því að heimsækja skólana á sunnu-
dögum síðdegis til að rannsaka, hverjar væru framfarirnar og til
að halda uppi reglusemi og siðprýði hjá slíkum „hópi lítilla
heiðingja“.
Fyrsti skólinn byrjaði í júlí 1780. Álitið er, að frú King hafi
verið fyrsti kennarinn. Aðrir skólar tóku brátt til starfa.
Konurnar fjórar kenndu. Síra Tómas Stock samdi siðareglur
og var sem skólastjóri. Raikes bar kostnaðinn og efldi allar
framkvæmdir.