Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 43
NORÐURLJÓSIÐ
43
Coming. (Jesús er að koma). Jesus Genkomst hét hún á dönsku.
Sá Mr. Gook um útgáfuna og dreifmguna. S.G.J.)
Hann var sannfærður um, að Petra væri mjög mikilvæg.
Mundi þar verða síðasta hæli Gyðinga, meðan þrengingin
mikla stendur yfir, áður en Drottinn kemur aftur. Hann hafði
kjark til að breyta eftir sannfæringu sinni. Því var það, að hann
fyrir mörgum árum útbjó úlfaldalest, sem flutti geysilegt magn
af smáritum, er boðuðu fagnaðarerindið og mikið af nýja
testamentum og guðspjöllum. Þetta var flutt yfir eyðimörkina
til Petru. Það var síðan látið í hella og húsin tómu. Þar átti þetta
að bíða, uns Israelsmenn flýðu þangað undan Andkristinum.
Einlæglega trúði Mr. Blackstone því, að þeir mundu finna
þessi nýja testamenti. Er þeir læsu þau, mundu þeir skilja, hvað
væri að gerast, og hvað Messías þeirra væri að gjöra þeim til
frelsunar.
Ekki er víst, hver hafa orðið örlög þessarar ritninga-send-
ingar. Liðin eru mörg ár, síðan þær voru skildar eftir í Petru.
Israels ríki er risið á legg. Mikið af þessu hefur vafalaust verið
gert ónýtt eða dreift um. Eitthvað af því getur verið þar enn
fólgið, uns Israelsmenn fara að leita hælis í þessari afskekktu
eyðiborg, sem þeim er fyrirbúin í eyðimörkinni.
Eitthvað svipað átti sér stað, þegar Dauðahafs-handritin
fundust. Þessi fornu afrit af gamla testamentinu höfðu legið
falin í Júdeu eyðimörku i nálega 2000 ár. Þau fundust þá fyrst,
er Israel fór að snúa heim í fyrirheitna landið sitt.
Því er það, að vér erum ávallt vakandi til að skynja vilja
Drottins og gjöra það, sem hann býður. Vér reynum ávallt að
leita uppi fótspor hans til að gjöra það, sem hann býður, er
hann fæst við sáttmála-lýð sinn. Þetta er ein af ástæðunum,
hvers vegna vér gerum allt, sem vér getum, til að færa lýðnum
forna, ísrael, fagnaðarboðin. ísraelsmenn verða að vita, hvers
vegna þeir sem þjóð þjást, og að meiri þrengingar eigi þeir í
vændum. Er Messías þeirra, Drottinn Jesús, kemur aftur, verða
þeir að þekkja hann. Hvernig munu þeir geta þekkt hann? Af
sárunum í höndum hans og síðu, og þeir munu harma hann
(Sakaría 12.10.). en hvernig munu þeir getaþekkthann,efþeir
hafa aldrei heyrt um hann?
Hvað kemur þetta Gyðingum við NU? Þeir eru ennþá