Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 150
150
NORÐURLJÓSIÐ
Isólfsson. Hann var skemmtilegur og lítillátur maður. Hann
fór að tala um, að ég spilaði á torginu. Ég sagði við hann, það
væri nú ekki hægt að nefna það í samanburði við hann eða hans
spilamennsku. Ég man, að hann sagði eitthvað svona, af því að
hann var lítillátur maður: „Það er ómögulegt að segja um það“.
(Og hér hlær Þórður að minningunni).
Ég spilaði annaðhvort á orgel eða harmoniku, ég hafði áður
spilað fyrir dansi, en Bjarni bróðir minn spilaði á hörpu, sítar-
hörpu. Það var stundum áður, að það fylltist torgið af fólki bæði
þegar við vorum þar, og eins þegar Hjálpræðisherinn var þar.
Það voru ýmsir, sem héldu hlífiskildi yfír okkur, þó að aðrir
væru kannski að hrekkja okkur stundum.
Svo var það líka um þetta leyti, að ég fór að fara með
kristileg rit í skip. Ég var sjómaður áður. Það hefur líka mikið
að segja fyrir sjómenn að trúa á Guð. Ég man eftir, að ég var
einu sinni á skipi. Við vorum á síld á Siglufírði. Þegar við fórum
heim um haustið, fengum við ákaflega vont veður á Húnaflóan-
um. Þar að auki bilaði vélin. Við héldum nú að við mundum
kannski ekki hafa okkur fyrir Hornbjargið. Skipið var þannig,
að það mátti hafa segl á því, svo að við tókum það ráð. Það var
ofsarok og skóf sjóinn, held ég. Við vorum hræddir um, að við
lentum upp í Hornbjargið, því að það er þannig, þegar vindur
stendur hánorðan í Húnaflóanum. En fyrir Hornbjargið
höfðum við komist samt sem áður, við sáum það á tímalengd-
inni. Þegar við komum langt útaf Hornbjarginu, þá var fariðað
sigla suður á bóginn. En sjórinn var svo afskaplegur, að það
kom ein alda og skall á skipinu. Hún náði, held ég, langt upp í
segl. Skipið fór hreinlega á hliðina. En til allrar hamingju, þá
hafði seglið rifnað, og skipið rétti sig við aftur. Skipstjórinn var
við stýrið. Það var ekkert stýrishús á þessu skipi, en þegar
skipið rétti sig við, þá var það, sem ofandekks var, brotið og
seglin rifin. Skipstjórinn sást hvergi, en einhver hafði verið
uppi í lúkarskappanum einhverstaðar og heyrt, þegar báran
skall yfir, að skipstjórinn sagði: „Guð hjálpi mér“. Svo fóru
þeir að gá að skipstjóranum. Þá fundu þeir hann, þar sem hann
hékk á kaðalenda í sjónum við skipshliðina. Þeir björguðu
honum og honum varð ekkert meint af, Guð hafði hjálpað
honum eins og hann bað um. Eftir þetta fór veðrið að lægja. Við