Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 100
100
NORÐURLJOSIÐ
heiminn við sig, er hann tilreiknaði þeim ekki yfírtroðslur
þeirra.“ (2. Kor. 5.19).
Er þetta ekki dýrlegt: „tilreiknaði þeim ekki yfírtroðslur
þeirra“.
Vinur minn, trúðu Guði og taktu á móti syni hans, Drottni
Jesú Kristi sem frelsara þínum, því að hann hefur greitt synda-
skuld þína, til þess að þú gætir orðið frjáls. Vilt þú gjöra það?
Gjörðu það. Gjörðu það NU. (Þýu S G J )
Greifafrú yfirgaf dansleikinn
Eftir dr. Osxvald J. Smith.
Greifafrú Chertkoff hafði verið andlega vakin. Hvernig er
ástatt með sál yðar? hafði hún verið spurð. Þessu hafði hún
svarað þannig: Það er mál á milli skriftaföður míns og Guðs. Og
reiðihreimur var í rómi hennar, er hún svaraði.
Greifafrúin tilheyrði fjölskyldu, sem var í hópi hástéttafólks-
ins í Rússlandi. Tíu árum síðar var hún komin til St.
Pétursborgar aftur. Keisarahjónin héldu hirðdansleik í
vetrarhöllinni. Tigið fólk var þar hundruðum saman og hún á
meðal þess, því að ennþá tók hún þátt í skemmtunum heimsins.
Hún þekkti ekki enn af reynslu kross Krists. Enn átti hún eftir
að læra, að trúin, sem frelsar, kemur til vegar breytingu, að hið
gamla verður að engu, og allt verður nýtt. Og að vera lærisveinn
Krists merkir, að hinu gamla er hafnað. Eiginn vilji hennar,
var ekki ennþá dáinn. Kristur skipaði ekki enn æðsta sessinn
hjá vilja hennar.
Meðan keisaralega hirð-hljómsveitin lék, bað háttsettur,
rússneskur prins hana að dansa við sig. En á meðan hún var að
dansa, fór hún að fínna til þess, að sem fylgjari Krists væri hún
ekki á réttum stað. Hverju spori fylgdi tilfinning sektar. Andi
Guðs var að starfí. Hún tilheyrði rússneska aðlinum. Hinn
fyrsti þeirrar stéttar skyldi nú unninn handa Kristi. Guð hafði