Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 84
84
NORÐURLJOSIÐ
úti, sagði Sören. Þrátt fyrir það, að Jón var dauðþreyttur,
hlýddi hann. Drengirnir ráfuðu lengi, uns þeir komu að hárri
byggingu. Þetta er móhlaðan, sem hann Hans Jörgensen á,
kallaði Sören. Hann var bóndi, sem tók upp mikinn svörð (mó).
Drengirnir gátu opnað dyrnar og komist í skjól fyrir hríðinni.
Ég kemst ekki lengra, stundi Jón. Útlit hans staðfesti þetta.
Veðrið er að batna. Ég skal fara til foreldra þinna og fá pabba
þinn til að sækja þig á sleða, sagði Sören.
Pabbi og mamma eru komin heim núna. Þau ætluðu að koma
með 3-lestinni, sagði Jón.
Sören stóð kyrr. Síðan mælti hann um leið og hann fór úr
frakkanum: Farðu í hann. Ég get haldið á mér hita með því að
ganga. Svo er ég heilsuhraustur. Jón grét. Mér er mjög kalt. En
þetta get ég ekki þegið. Ég hef strítt þér svo mikið með
frakkanum. Þú getur þá hætt að stríða mér með honum, sagði
Sören brosandi.
Þú getur trúað því, að héreftir verð ég besti vinur þinn. Rödd
Jóns skalf.
Um það bil tveimur stundum seinna komu þeir Sören og
faðir Jóns að móhlöðunni. Jón hafði ekki kalið, svo var
frakkanum fyrir að þakka. Samt sem áður drakk hann með
ánægju heita kaffið, sem faðir hans hafði komið með í
hitageymi.
Þegar drengirnir voru á heimleið, héldust þeir í hendur með
vettlingum á.
Atvik á ævi Ellu
Saga þessi gerðist fyrir mörgum árum á Jótlandi.
Þetta bar til síðdegis að haustlagi. Vindurinn blés á milli
nakinna sandhóla, sem lágu ofan við strönd Englandshafsins.
Bak við einn þeirra var lítið hús. Oveðriðgerði þar engan skaða,
þótt það liti hrörlega út. Sandhólarnir skýldu því, er
stormurinn æddi. Inni í því sat aldurhniginn maður. Hannhét
Marteinn. Ella dóttir hans var hjá honum og var ráðskona. Var
liðið ár frá dauða móður hennar. Voru þau að bæta fískinet.