Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 98
98
NORÐURLJÓSIÐ
sem mundi koma og verða eins og lamb, sem leitt er til
slátrunar og deyja mundi fyrir syndarana, enda þótt merk-
ing hennar hafi vafalaust breyst hjá Kínverjum, er aldir
liðu. Sannalega var þessi yfírlýsing fyrirboðinn besti, sem
heimur vor gat nokkru sinni fengið.
7. Loks sjáum vér í máli Kínverja glögg merki þess, að þeim
hafí verið kunnugt um syndaflóðið. Það er málvenja Kín-
verja að segja: Fimmtíu munnar, þegar við mundum segja
fimmtíu manns. Það er mjög eftirtektarvert, að kínverska
orðið fyrir skip er myndað af merkinu fyrir hús með merk-
ið fyrir átta munna við hliðina á því. „Húsið með átta
menn“ merkir þá skip. Hvaða hús með átta menn var í raun
og veru skip nema örkin? Nói og kona hans, synir hans þrír
og konur þeirra, bjuggu á vötnunum? Það virðist alveg
óhjákvæmilegt, að það sé viðurkennt, að forn-Kínverjar
vissu eitthvað um Flóðið mikla og Nóa.
Þegar litið er á allt hér að framan sem heild, þá er ekki hægt
að halda, að þetta séu allt tilviljanir. Skýringin eina er sú: að
syndafallið og Flóðið mikla hafí átt sér stað, eins og segir í 1.
Mósebók. Þess vegna hafa öll afkvæmi Adams og Nóa flutt
þessa vitneskju með sér, er þau breiddust út um heiminn. I
tungumáli Kínverja finnum vér merki þessara viðburða.
(Tekið upp úr júlí-blaði Norðurljóssins, 2. árg. 1921. Smávegis
breytingar gerðar á málinu á stöku stað. S. G.J.)
Hver getur greitt svona mikið?
Eftir dr. Oswald J. Smith.
Rússneski zarinn (keisarinn) hafði ánægju af því: að dulbúa sig
og ganga svo um á meðal þegna sinna til að heyra, hvað þeir
höfðu að segja.
Kvöld nokkurt heimsótti hann hermannaskálana og hlýddi á
samtöl hermannanna.
Er hann gekk framhjá tjaldi, tók hann eftir því, að ungur
foringi sat við borð. Svaf hann fast og höfuðið hvíldi á armlegg