Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 133
norðurljósið
133
Samúð og skilningur
Frá skrifborði Violu Walden
»I*ví að ekki höfum vér þann æðsta prest, er eigi geti séð
aumur á veikleika vorum“. (Hebr. 4.15.)
Frelsari vor þekkir allt, sem áhrærir þjáningar vorar, því að
einu sinni átti hann heima hér á jörðu, þegar hann var hér sem
ntaður. Þess vegna getur hann „séð aumur áveikleika vorum.“
Drottinn Jesús getur verið í fullkomnu samræmi við okkur.
Maður nokkur setti upp tilkynningu hjá sér: Hvolpar til
SÖlu.
Meðal þeirra, sem komu til að spyrja um þá, var ungur
drengur. Afsakið, herra, en ég vil fúslega kaupa einn þeirra, ef
hann kostar ekki of mikið.
Jæja, sonur, þeir kosta 25 dollara.
Drengurinn varð niðurbrotinn á svipinn. Eg hef aðeins tvo
dollara og fimm sent. Get ég samt fengið að sjá þá?
Auðvitað. Kannski getum við samið.
Augu drengsins dönsuðu, er hann leit þessar fimm loðnu
húlur. Ég hef frétt, að ein löppin á einum þeirra sé léleg.
Jú, ég er hræddur um, að hún verði það svo lengi sem hann
hfir.
Jæja, það er hvolpurinn, sem ég vil fá. Gæti ég greitt hann
Srnám saman?
Maðurinn svaraði: Hann verður alltaf haltur.
Drengurinn brosti hraustlega, lyfti upp annarri buxna-
skálminni og sýndi, að hann var með umbúðir utan um fótlegg-
'nn. Eg er nú ekki heldur góður til göngulags. Með samúð í
augum leit hann á hvolpinn og bætti við: Ég býst við, að hann
Þ^rfnist talsvers kærleika, samúðar og hjálpar. Víst þurfti ég
Það. Það er ekki svo léttbært að vera fatlaður.