Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 135
norðurljósið
135
irnar efla með því að gefa mönnum leyfí til að framleiða hann
og selja hann til að framkvæma banvænt starf hans.
Þetta er eini sjúkdómurinn, sem ríkisstjórnir veita leyfí og
styrkja, að hann komist inn á heimilin, tortýni friði þeirra og
leggi í rústir ævi manna, sem Guð hefur gefið lífið.
Þetta er eini sjúkdómurinn, sem enginn maður sýkist af
vegna gerla eða veira, heldur er bruggaður samkvæmt lagaboði
og eimaður. Hann breiðist þeim mun betur út.
Þetta er hinn eini sjúkdómur, sem enginn maður fær, nema
hann vilji það sjálfur. Og með vana-myndaðri ofneyslu býður
maðurinn honum að drepa sig.
,,Hvernig er unnt aðfá lcekningu, svo að sjúkdómurinn, vínsýk-
in, lceknist?“
„Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn.“
(Postulas. 16.31.).
Hvaða refsingu hljóta menn, sem lögreglan finnur drukkna við
stýrið?
I Malaya er drukkni maðurinn settur í fangelsi og konan
hans með honum.
I Astralíu er skýrt frá nafni hans í blöðunum og bætt við
Drukkinn og í fangelsi.
I Tyrklandi er hann fluttur 32 km. út í sveit og neyddur til að
ganga heim undir eftirliti.
I Suður-Afríku fá menn, sem teknir eru ölvaðir við akstur, 10
ára fangelsisvist eða háa fjársekt eða hvort tveggja.
El Salvador notar þá aðferð, sem öðrum fremur fælir menn
frá því: að vera drukknir við akstur. Þeir, sem eru staðnir að
því, eru leiddir fyrir aftökusveit og skotnir.
Ofanskráð er þýtt úr grein í „Sverði Drottins“, sem nefnist:
„Is Alcoholism a Disease?“ (Er drykkjusýkin sjúkdómur?)
(S.G.J. þýddi.)
Biblíunám
Til að vinna verk Guðs verðum við að hafa kraft Guðs. Til þess
að hafa kraft Guðs verðum við að þekkja vilja Guðs. Til að
þekkja hann verðum við að nema, rannsaka biblíuna. (Mott).
(Þýtt).