Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 11
NORÐURLJ ÓSIÐ
11
Munaðarlausi drengurinn
Jim stóð við gluggann og horfði út, svo að ekki yrði búist við
því, að hann færi að leika sér með hinum drengjunum. Honum
leið of illa til þess, að hann gæti leikið sér. Lífið hafði nú verið
nógu örðugt, þegar faðir hans dó, en nú var móðir hans farin
líka. Maðurinn í kirkjunni hafði sagt, að hún væri farin til að
vera hjá Jesú. En þennan dag, 8. ágúst 1839 hafði maður flutt
hann í þetta hæli munaðarlausra í Bristol.
Drengur kom til hans og sagði: Eg heiti Davy. Þér mun líka
vel að vera hér.
Jim svaraði ekki. Hann var ekki viss um, að honum mundi
nokkru sinni líka vel að vera þarna.
Sjáðu, þarna er hann, hvíslaði Davy.
Hver? spurði Jim og starði á manninn, sem kom út úr húsi
hinum megin við strætið. Hann var mjög líkur því, sem fólk er
flest, nema hvað andlitssvipur hans var þægilegur.
Hvað, þetta er hr. Muller, sem biður fyrir okkur munaðar-
leysingjunum! Hann segistekki annastokkur. Hann bara biður
fyrir okkur, og Guð sér um okkur.
Það er mikil bæn, svaraði Jim. Hann hafði ekki gert mikið af
því að biðja, þótt hann vissi, að móðir hans gerði það.
Mr. Muller verður að biðja, ef við eigum að fá að eta.
Jim rak upp stór augu. Hann hafði vonað, að ekki mundu
falla úr máltíðir í barnahælinu. Hann hafði farið á mis við þær
margar, síðan móðir hans veiktist. Það, að missa máltíðar,
skapaði hjá honum hræðilega tómleikatilfmningu. Hefur hann
enga leið aðra til að fá matinn?
Nei, hann á enga peninga, en Guð sendir honum það, sem
við þörfnumst.
Ekki fannst Jim, að ofmikið mætti reiða sig á þetta. A
drengjahópinn horfði hann og taldist svo til, að mikinn mat
mundi þurfa handa þeim öllum. Hvað erum við margir?
Eg heyrði, að þú værir drengur nr. 92.
Það var nú talsvert mikið. Kannski Guð hefði aðeins mat
handa 91 dreng?