Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 132
132
NORÐURLJÓSIÐ
hann fór uppfrá þeim tíma að leita Krists. Ekki leið á löngu, uns
hann sneri sér frá heiðni og lét skírast. Lét hann þá af vel
launaðri stöðu sinni í skurðgoða musterinu. Nú hafði hann
fundið það, sem fullnægði sálu hans. Hann vann fyrir sér með
kennslu og varð með tímanum mikil stoð söfnuðinum þar, sem
hann bjó. Dó hann loks sigri hrósandi í Kristi.
Saga þessi er ekki nema eitt dæmi meðal margra, sem
sannkristnir menn geta bent á til sönnunar því: að Guð er
ennþá lifandi vinur bágstaddra, sem treysta á hann, alveg eins
og á dögum gamla testamenntisins.
Himnafaðirinn er óbreyttur. „Eins og var hann er í dag“.
(Úr Nlj. 1913, 1. tbl. Rithætti ofurlítið breytt.)
Afgreiðslustúlkan
Dr. Jack Hyles segir frá:
Ég var staddur í Suður-Texas. Smávaxin afgreiðslustúlka
var þar eitthvað að snúast. Við hjónin sátum þar, og ég sagði við
stúlkuna: Afgreiðslumær: Ég vil leggja spurningu fyrir þig: Ef
þú dæir í dag, ertu viss um, að þú færir til himins? Afgreiðslu-
stúlkan smávaxna svaraði: Nei, herra minn, en mér mundi
þykja mjög vænt um að vita, hvernig ég kemst þangað.
Við ræddum við stúlkuna. Þá sagði hún: Herra, ég er dálítið
feimin við að biðja upphátt í viðurvist svo margra.
Ég sagði: Farðu bara inn í bakherbergið, hneigðu höfuðið
fyrir Guði og segðu honum, að þú ert syndari. Segðu honum,
að þig langi til að frelsast, að þú trúir, að Jesús Kristur sé
frelsari þinn. Komdu svo og segðu mér frá þessu.
Brátt kom stúlkan út aftur. Svo var að sjá, að fætur hennar
væru eins léttir og hjartað! Hún brosti og sagði! Og Guð
frelsaði mig!
Þannig geta fleiri farið að. En ekki má gleyma því, að segja
öðrum frá þessu. (Þýtt úr Sverði Drottins. S.G.J.)