Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 15
NORÐURLJÓSIÐ
15
Þú verður að biðja Guð fyrir mér, svaraði Kvist. Þar með tók
hann biblíuna til að flytja vitnisburðinn, sem um kvöldið hafði
brunnið sem eldur innra með honum.
Þetta var fábrotinn vitnisburður um synd og náð. Það er best
að koma ekki með háfleygar skýringar, hugsaði hann. Fólkið
vill heyra meiri söng. Öðru hvoru leit Kvist þangað, sem
Halldór sat og sá, að hann átti í sálarstríði hörðu.
Að vitnisburðinum loknum hljómaði söngurinn aftur, sem
var enn meira innblásinn en áður. Er honum lauk, var
syndurum boðið að koma fram til fyrirbænar. Fór þá fólkið að
leggja af stað heim. Smám saman tæmdist salurinn. Einkenni-
legast var það, að enginn óskaði viðtals og bænar. Þetta var þó
kröftug samkoma, hugsaði Kvist. Er hann leit í átt til dyra, sá
hann, hvar Halldór var umkringdur af áhugasömu fólki. I
rauninni hafði hann snöggvast gleymt honum. Það er gott: að
vera ekki aleinn um að vinna sálir, hugsaði hann ánægður með
sjálfum sér, meðan hann gekk varlega þangað, sem Halldór
stóð.
Við, sem ekki tölum við fólk, skulum hrópa til Guðs. Þannig
hljóma orð Olsens. Söfnuðurinn krýpur á kné. Samtímis
stækkar hópurinn umhverfis Halldór. Fólkið verður svo þétt
umhverfís hann, að naumast sést í andlit honum.
Aðeins að það leggi ekki of hart að honum, hugsaði Kvist. En
er hann sá, að móðir Halldórs var þar á meðal hinna áköfustu,
vildi hann ekkert segja.
Svo var að sjá, að barátta Halldórs yrði æ harðari. Hann grét,
beygði sig hálfa leið niður að gólfí, svitnaði og beygði sig aftur.
Stundum leit svo út sem hann mundi halda á brott frá öllu
þessu og fara út. Kvist hafði aldrei séð mann - á allri sinni
predikara ævi, er svo væri þjáður vegna synda sinna. Móðir
Halldórs, er þarna var stödd, var þegar fallin á kné. Hún var
meðal þeirra, sem fastast lögðu að Halldóri. En hann vildi ekki
mæla orð.
Barátta Halldórs virtist harðna æ meir. Hann rétti úr sér,
beygði sig niður til hálfs, rétti úr sér, beygði sig aftur. Stundum
virtist, að hann ætlaði að gefast upp. yfirgefa þetta allt og fara.
Þótt predikarabraut Kvists væri orðin löng, hafði hann aldrei
séð nokkra mannssál, er þjáðist af slíkri angist vegna synda