Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 41
NORÐURLJÓSIÐ
41
að dusti. Hinar, sem höggnar hafa verið inn í klettana, standa
þar allar í frábærri fegurð sinni. Gætu þar hæglega búið
100.000 manns. Uppsprettuvatn streymir yfír rósrauða
klettana. Sígrænir oleanders-runnar vaxa þar og villt fíkjutré á
bökkunum. Allt er tilbúið og bíður eftir börnum Israels.
Skugginn af Harmagedón.
Hvað merkir allt þetta, sem vér höfum verið hér á undan að
reyna að segja yður frá? Einungis það, að vér erum að reyna að
rekja, hver eru hin eilífu áform Guðs. Hann leiðir fram, með
hátignarlegum skrefum, hver eru örlög heiðinna þjóða,
Gyðinga og safnaðar Guðs. Þau voru honum fyrirfram kunn og
fyrirfram ákveðin, jafnvel áður en þessi heimur var skapaður.
Vér sjáum eitt spor hér, fáum eina bendingu þar. Vér erum að
reyna, eins og lítið barn, sem er á gólfínu í leikjaherbergi sínu,
að setja saman stóra myndagátu. Hve glöð erum vér, þegar vér
finnum stykki, sem fellur inn í það, sem komið er! Sannleikur-
inn er sá, að hratt er unnið að því: að búa Israel undir þá
skelfíngar tíma, sem eru í vændum.
Sú mynd, sem dregin er upp í Esekíel 37. og 38. kafla bendir
alveg greinilega til þess: að talsverður fjöldi Israelsmanna verði
kominn heim í land sitt áður en þjóðfélags-byltingin mikla
skellur á við Harmagedón, skellur á þeim sem fellibylur.
Zíonsta-hreyfíngin, sem átt hefur svo mikinn þátt í því: að
koma Gyðingum heim til Israels, var aldrei trúarleg hreyfing,
heldur stranglega stjórnmálalegs eðlis. Israel hefur alltaf
fremur reitt sig á hjálp frá þjóðum heimsins en hjálp frá Guði.
Arið 1948, þegar Israelsríki var stofnað, var það ekki vegna
þess, að ísrael hafði snúið sér til Guðs. Stórþjóðir heimsins
samþykktu: að gefa henni hluta af Palestínu, þar sem hún gæti
eignast eigið heimaland, er hún hafði í svo margar aldir reikað
um meðal þjóðanna. Þótt ísraelsland sé aðeins núna lítill hluti
af fyrirheitna landinu, þá hefur fólkið með gleði þegið þessa
mola, sem heiðingja-þjóðirnar hafa rétt að þeim.
I Esekíel 38. er þessari spurningu beint að Góg (Rússlandi):
jjMunt þú ekki á þeim degi, er lýður minn, Israel, býr óhultur,
kggja af stað?“ Fjögur síðustu orðin eru talin réttar þýdd: býr
öruggur vita það?“