Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 94
94
NORÐURLJÓSIÐ
fengju nokkra þá menntun, sem gæti gert þau óánægð með það,
sem var vilji Guðs þeim til handa í lífinu. ....
En harðvítugasta mótstöðu veittu prestar og guðfræðingar,
þeir héldu, að skólinn væri vanhelgun á Drottins degi. Satt var
það, börnin unnu ekki á Drottins degi, af því að iðjuhöldar voru
kristnir, guðræknir menn, sem heiðruðu Guð með því að halda
dag hans heilagan. Var þá ekki skólavinna Guði jafn viðbjóðs-
leg og verksmiðjuvinna?
I þeim tilfellum, þegar kirkjan átti besta samkomustaðinn,
var skólinn talinn vanhelgun á Drottins degi, jafnvel þótt
hópurinn kæmi saman í vanhelgasta herbergi kirkjunnar.
Onnur tegund gagnrýni var sú hugmynd, að sunnudagaskól-
inn gerði upplausn í fjölskyldunni. Því var trúað, að foreldrar
bæru ábyrgð á, að börnin lærðu ritninguna og kverið. Með því,
að leggja þessa ábyrgð ákennarann í sunnudagaskólanum, voru
börnin skilin frá sjálfsagðri vernd foreldranna. Þetta virtist líka
brot gegn vilja Guðs.....
Skólar þessir komu því
vegar, að frægur prestur felldi
til þeirra ástarhug. Hann hét
Jón Wesley. Fimmtíu árum
eftir það, að Meþódista söfn-
uðir voru fyrst stofnaðir, til-
heyrðu þeim þó ekki nema
fímmtíu þúsund manns. Ef
prestar kirkju Englands voru
reiðir, þá var Wesley þannig
farið, að hann felldi ástarhug
til skólanna. Hann sá, að söfn-
uður getur vaxið, ef börnum
er boðað fagnaðarerindið og
þau gerð að lærisveinum.
Hann var fljótur að taka upp
þann sið, að kirkjan sæi um,
að haldnir væru sunnudaga-
skólar. Hann skipulagði,
hvernig það skyldi gert. Hann
greindi vandlega frá því,