Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 34
34
NORÐURLJÓSIÐ
Til þín með hjálp og hlíf
frá himni ég kom á láð.
Já, eilíft, eilíft líf,
minn eiginn frið og náð,
ég gaf með gleði þér.
Hvað gafstu aftur mér?
Gef honum æviár
og allt þitt hjarta nú.
Slít heimsins fjötrafár,
og fylg þú Kristi í trú.
Já, offra öllum þér
hans elsku nú og hér.
Sigurbjörn Sveinsson þýddi.
Lesandi góður!
Hvert er svar þitt við spurningu frelsarans í síðustu línu í 2.
versi? Gerðu það, sem 3. versið ráðleggur, ef þú hefur ekki
þegar gert það. Þess mun þig ekki iðra, nú eða í eilífðinni.
(S.G.J.)
Maðurinn frá Petru
Eftir Joseph Hoffman Cohn.
Seír-fjall er nátengt ástarsögu, mannkynssögu og framtíðar-
örlögum. Það eitt að nefna nafn þess, töfrar fram alls konar
minningar. Frá Seír-fjalli kemur hrópið: Vökumaður, hvað
líður nóttunni? Vökumaður, hvað líður nóttunni? Frá Seír-
fjalli kemur skálmandi guðlega, blóðistokkna bardagahetjan.
Spámaðurinn sér þennan máttuga ferðamann og kallar:
Hver er þessi, sem kemur frá Edóm, í hárauðum klæðum frá
Bosra? þessi hinn tigulega búni, sem gengur fram hnarreistur í
mikilleik máttar síns?
Ferðamaðurinn svarar og segir: Það er ég, sem mæli réttlæti
og mátt hefi til að frelsa.
Aftur kallar spámaðurinn og spyr: Hví er rauð skikkja þín og
klæði þín eins og þess, er treður ber í vínþröng?