Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 77
NORÐURLJÓSIÐ
77
Öfyrirgefanleg synd
R. A. Torrey
Sagan af manni, sem hélt, að synd hansyrði ehki fyrir-
gefin. Mark 3.20.-30.
Maður nokkur var einu sinni sendur til mín. Hann var niðri í
djúpum örvæntingar. Fimm sinnum hafði hann reynt að svipta
sjálfan sig lífi. Honum fannst, að hann hefði drýgt hina ófyrir-
gefanlegu synd. Hann hélt, að djöfullinn hefði farið inn í sig
eins og í Júdas Iskaríot. Nú segir dr. Torrey frá:
Eg sagði: Viltu koma til Jesú? Hann svaraði: Ég hef drýgt
hina ófyrirgefanlegu synd. Ég sagði: Jesús sagði ekki: Komi
einhver til mín og hafi hann ekki drýgt hina ófyrirgefanlegu
synd, mun ég alls ekki hann burt reka. Hann sagði: Þann, sem
til mín kemur mun ég alls ekki burt reka. Vilt þú koma? . . .
Hann sagði: Hjarta mitt er of hart til að koma. Ég svaraði: Jesús
sagði ekki: Ef hjarta manns er ekki of hart, og hann kemur til
mín, hann mun ég alls ekki burt reka; hann sagði: Þann, sem til
mín kemur, mun ég alls ekki burt reka: Viltu koma? Hann
sagði: Ég finn ekki, að mér geðjist að því að koma. Ég svaraði:
Jesús sagði ekki: Ef einhver kemur til mín og honum geðjast að
koma, þá mun ég hann alls ekki burt reka. Hann sagði: Þann,
sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka. Viltu koma?
Hann sagði: Ég veit ekki, hvort ég get komið á réttan hátt. Ég
svaraði: Jesús sagði ekki: Ef einhver maður kemur til mín á
réttan hátt, þá mun ég hann alls ekki burt reka. Hann sagði:
Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka. Viltu
koma? Hann sagði: Ég veit ekki, hvort mig langar til að koma.
Ég sagði: Jesús sagði ekki: Þann, sem langar til að koma og
kemur til mín, hann mun ég alls ekki burtu reka. Hann sagði:
Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka. Viltu
koma? Hann sagði: Ég veit ekki, hvort ég veit, hvernig á að
koma: Ég svaraði: Jesús sagði ekki: Þann, sem veit, hvernig
hann á að koma og kemur til mín, hann mun ég alls ekki burt
teka. Hann sagði: Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki