Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 4
4
NORÐURLJÓSIÐ
drengurinn var stöðugt að horfa á stýrið. Kallaði hann þá til
hans: Horfðu ekki á stýrið, horfðu beint fram á veginn. Þá
gengur þér vel.
Drengurinn fór að ráðum hans og lærði brátt stjórn á
hjólinu.
Hafið þið, ungu lesendur, heyrt eða lesið heilræði Salómós
konungs?
Þessar smásögur eru aðeins til að lýsa því eða skýra það, sem
hann sagði: „Augu þín líti beint fram, og augnalok þín horfi
beint framundan þér“. (Orðskviðirnir 4.25.)
Auðvitað er það margt, sem við þurfum að athuga og stýra
framhjá á braut lífsins. Þegar við höfum sett okkur hátt og
göfugt takmark, megum við aldrei missa sjónar á því.
Erfiðleikar og sorgir mæta okkur á lífsleiðinni. Þetta má ekki
draga úr okkur kjarkinn. Við skulum „beina sjónum vorum til
Jesú, höfundar og fullkomnara trúarinnar og þreyta þolgóðir
skeið það, sem oss er fyrirsett,“ í hans nafni. Þá munum við að
lokum geta sagt, eins og Páll postuli: „Ég hef barist góðu
baráttunni, hef fullnað skeiðið, hef varðveitt trúna. Og nú er
mér geymdur sveigur réttlætisins, sem Drottinn mun gefa mér
á þeim degi, hann hinn réttláti dómari. En ekki einungis mér,
heldur öllum, sem elskað hafa opinberun hans.“ (2. Tím.
4.7.,8).
Á réttri leið
Sólin var að setjast. Síðustu geislana sendi hún yfir hæðirnar og
skógartrén í litlum, fögrum dal í Wales. Þetta var á
sumarkvöldi. Er langt síðan þetta var. Wain læknir hafði verið
að vitja sjúklings, er átti heima langt í burtu. Nú var hann á
heimleið. Hann stöðvaði hest sinn og gaf sig á tal við heldri
mann, sem átti heima þar í nánd. Þeir voru að tala um, hve
kvöldið væri fagurt, er þeir komu auga á nokkra drengi, sem
virtust vera i fjörugri samræðu. Er drengirnir sáu mennina,
fóru þeir, það var sjáanlegt, að ræða um eitthvað sín á milli. Svo
komu tveir úr hópnum til þeirra, og annar þeirra sagði: Afsakið
herrar mínir, en við ætlum til Lanfer. Við erum ekki vissir um,
að við séum á réttri leið.