Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 125
NORÐURLJÓSIÐ
125
„Heimur er svikatár4
Safnaðarhirðir nokkur segir svo frá:
„Þegar ég var í Shamrock í Texas, var komið til mín með
unga stúlku. Hún hafði hótað að svipta sig lífí. Þegar ég talaði
við hana, sagði hún: Bróðir Rice, lífið er ekki hæft til þess að lifa
því! Eg vildi óska, að ég væri daitð! Það hvarflar að mér að
drepa mig! Ekkert er til í raun og veru, sem getur gert mig
hamingjusama. Eg hef notið ánægjunnar af ferðalögum. Eg hef
hlotið góða menntun í tónlist. Eg er í sveita-klúbbs hópnum.
Dansað hef ég og drukkið kokkteila. Eg hef gert allt annað, sem
heiðarleg, þokkaleg stúlka mundi gjöra. En mér líður illa.
Ekkert er til í heiminum, sem getur gjört þig hamingjusaman.
Eg hef reynt allt: fatnaðinn, samkvæmislífíð, ferðalög, hljóm-
listina, og lífíð er ekki hæft til þess, að því sé lifað. Eg æski þess,
að ég væri dauð.
Eg veit, hvernig þú getur orðið hamingjusöm, sagði ég, hvar
þú getur fundið gleði og fullnægju.
Ef þú veist það, vildi ég, að þú segðir mér það, mælti hún.
Aldrei hef ég fyrirhitt nokkuð, sem fengið hefur farsæl endalok.
Þú getur haldið, að þú skemmtir þér vel um tíma, en endirinn
verður hjartakvöl og friðleysi. Ef þú þekkir veg til vellíðunar,
þá vildi ég, að þú vísaðir mér á hann sagði hún.
Við skulum krjúpa niður hérna í dagstofunni, sagði ég, og þú
segir Drottni það, sem þú hefur sagt mér. Segðu Drottni Jesú,
að syndsamlegur unaður hefur ekki fært þér hamingju, heldur
dregur hann þig alltaf á tálar, skilur þig eftir beiska og tóma.
Segðu honum, að öll loforð Satans séu regnlaus ský, sprungnir
vatnsgeymar, sem halda ekki vatni, að loforð hans öll eru
lygatál, sem getur ekki fullnægt hjartanu. Bið þú Drottin
Jesúm, að hann komi inn í hjarta þitt, fyrirgefi þér, frelsi þig og
gjöri þig hamingjusama. Settu traust þitt á hann, og hann mun
gera þetta.
Við krupum niður. Hún snökkti, meðan ég bað. Síðan á
eiginn, hljóðlátan hátt, festi hún traust sitt á Jesúm. Hún játaði