Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 116
116
NORÐURLJÓSIÐ
Hringurinn horfni
Marta vann í garðinum og var alltaf önnum kafín. Hún var
mjög iðin stúlka, en hún hafði líka sínar ástæður fyrir því, að
hún vildi koma sem mestu í verk. Henni fannst sem sé, að hún
skuldaði húsbónda sínum og matmóður svo mikið. Þau höfðu
alltaf verið góð við foreldra hennar, hana sjálfa og bróður
hennar, Pál. Heimili þeirra var ekki mjög langt frá búgarðin-
um. Þar hafði faðir hennar unnið árum saman. Janvel þegar
hann fór að verða sjúkur, sleppti ekki bóndinn hendinni af
honum, heldur lét hann fá léttara starf. Það dugði aðeins í
fáeinar vikur, því að eftir stutta legu, hlaut hann friðsælt
andlát. Móðir Mörtu barðist hraustlega til að látaekki heimilið
splundrast. Það var því mikil hjálp, er börnin hennar fengu
vinnu á búgarðinum. Marta var 15 ára, en Páll tveimur árum
yngri. Hún varð stofustúlka, en hann vikapiltur.
Marta var í miklum önnum. Hún var að hreinsa til á milli
stöngulberjarunnanna. Þá kom frú Höj til hennar. Hún var
systir konunnar á búgarðinum og kona stórkaupmanns. En
hún var slæm á taugum og dvaldi því hjá systur sinni, ef unnt
væri, að hún fengi bata í sveitakyrrðinni. Hefur þú verið í
laufskálanum nýlega? spurði hún Mörtu. Já, mig langaði til að
sjá, hvernig umhorfs væri þar inni. Hálfri stundu áður hafði
hún komið í laufskálann, sem há limgirðing var umhverfís, og
var í hinum enda stóra garðsins.
Þá hlýtur þú að hafa séð, að það lá hringur á borðinu. Hvers
vegna hefur þú tekið hann? spurði frú Hoj með ísköldum rómi.
Marta fölnaði. Aldrei hafði það áður gerst, að hún væri
grunuð um að hafa tekið það, sem aðrir áttu. Hún svaraði með
baráttu áunninni rósemi: Ég sá engan hring á borðinu í
laufskálanum, og það var enginn hringur þar.
Ég hafði þó tekið hringinn af mér og lagt hann á borðið. Þá
kallaði systir mín á mig, og ég gleymdi hringnum. Hann var því
miður mjög verðmikill. Hvernig veistu í raun og veru, að hann
var ekki á borðinu?
Ég gætti vel að borðinu, því að ég hafði hugsað mér, að ég
skyldi mála það á morgun í matartímanum miðdegis.
1