Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 103
norðurljósið
103
Eg ólst upp í smábæ á Helgelandi. Fermingin var flutningur
barns inn í raðir fullorðna fólksins. Þá var hægt að sækja
skemmtanir. Skemmtun táknaði dans í samkomuhúsinu og að
vera með flösku í vasanum, lenda í áflogum og öðru, sem slíku
heyrir til. Það leið ekki á löngu áður en flaska var komin í
bakvasann á fermingarfötunum og skildi þar merki eftir sig.
Síðar meir setti sama flaskan sín merki á unglinginn.
Þarna var litla vinnu að fá, og ekki mörg tækifæri til að
menntast. Sjórinn varð því það athafnasvið, sem beint var að
augum sínum. Fyrst var að láta skrá sig í ráðningar skrifstof-
unni sem atvinnu leitanda á sviði millilanda siglinga.
Biðtíminn var notaður vel, að minnsta kosti um helgar.
Loksins rann upp dagurinn þráði. Við, félagi minn og ég,
vorum báðir ráðnir á sama skip og áttum að fara af stað til að
leggja heiminn undir okkur. Við fórum með járnbrautarlest til
Þýskalands. Skipið var þar í viðgerð. Við vorum komnir um
borð á laugardagskvöldi, en hittum þar fáa fyrir. Hinir höfðu
landgönguleyfí. Við fengum að heyra, hve ágætt væri að vera á
vínsölustöðunum þar. Við hagnýttum okkur fræðsluna og
fylgdumst með næsta kvöld. Þar með hófust hringferðir, sem
stóðu yfír í fjöldamörg ár.
Sem betur fór varð viðgerð á skipinu bráðlega lokið. Var þá
haldið af stað, fyrst til Suður-Ameríku og þaðan til Bandaríkj-
anna. Þetta er siglingaleið, þar sem hafnir eru margar og
áfengisknæpur. Á ferðalagi þessu hóf ég að leika mér við
Vínanda konung, áfengið. Um það bil, sem ég varð tvítugur,
mátti kalla mig áfengissjúkling.
Nú hófst tímabil, er ég var mest í förum á tank-skipum. Varð
hver ferð mér sem dvöl í sjúkrastofu. Hinsvegar, færi eitthvað
urskeiðis hjá mér, gætti ég þess: að láta afskrá mig í stað þess að
láta reka mig.
Alltaf seig þó meir á ógæfuhliðina. Jafnskjótt og ég kom á
land, drakk ég mig fullan. Þá fóru að koma dvalir í sjúkrahúsi.
Loksins hélt ég heim til Oslo. Hjálparstofnun tók þar á móti
ntér. Kalt var í veðri, einkum fyrir mann, sem svo mikið hafði
Slglt um hitabeltið, en lífernið varð að breytast. „Þegar þér
leitið mín af öllu hjarta, vil ég láta yður finna mig:“ (Jeremía