Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 90
90
NORÐURLJÓSIÐ
„enginn kemur til Föðurins nema fyrir mig“. (Jóh. 14.6.)
Hvaða vegur annar er til? Guð segir, að vegurinn sé aðeins
einn. A tvennan hátt er unnt að komast yfir Atlantshafíð.
Onnur leiðin er að synda yfír það, komast það af eiginn ramleik.
Hin er að nota farartæki, skip eða flugvél, fela öðrum að flytja
þig yfír það. Hvora leiðina kýstu heldur?
Það er eftir tveimur leiðum, sem menn leitast við að komast í
himnaríki. Önnur er tilraunir sjálfra þeirra - góðverk,
trúrækni, siðferði, vera góður, yfirbót, helgiathafnir, boðorðin
og kirkjan. Farir þú þessa leið, muntu glatast. Hin leiðin er: að
menn fela sig Jesú Kristi á vald og treysta honum að sjá um þá,
að koma þeim alla leið. Farðu þessa leið. Þáverður þú hólpinn.
Vilt þú fara hana? Viltu treysta Jesú? Gerðu það, og gerðu það
nú\
Þegar sunnudagaskóli var hneyksli
Eftir Raymond Foster.
Þessi gamla mynd sýnir Róbert Raikes (hægra megin) og
samstarfsmann hans síra Thomas Stock. Fátækir drengir leika
sér á götunni umhverfis þá.
Það getur komið þér á óvart, en við höldum upp á 200 ára
afmæli sunnudagaskólanna nú í ár (1980), og þið verðskuldið
að þekkja þær staðreyndir, hvernig þeir hófust. Robert Raikes
er talinn faðir þeirrar hreyfíngar, sem heldur uppi sunnudaga-
skólum nútímans. En skólarnir hans áttu ekkert sameiginlegt,
nema nafnið, við sunnudagaskóla nútímans. Auðvitað voru
þeir hafðir á sunnudögum. En skólar hans voru ekki fyrstu
sunnudagaskólarnir.
Aður en vér förum að skoða þær rætur, sem kristileg erfða-
menning vor er af sprottin, ættum vér að gera oss ljóst, að