Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 115
norðurljósið
115
Hollendingur finnur Krist
Eftir Jim Vandenberg.
Pétur trúði því ekki, að Guð væri til, þegar hann var í öðrum
bekk Menntaskólans í Monterey, Mexico. Er hann hafði lokið
námi, árið 1974, fóru foreldrar hans ásamt honum í ferðalag til
ntargra landa í Evrópu. Er þau námu staðar í „farfuglaheimili“
í Texas á leiðinni til New York, fann Pétur Gídeons-biblíu í
hólfí náttborðsins við rúmið hans. Er þau komu til Taft gisti-
hússins í New York borg, las hann líka biblíuna, sem hann fann
í herberginu. Hann tók bókina með sér, þegar hann með for-
eldrum sínum fór um borð í skipið, er flutti þau yfir úthafíð.
Hátt í stafni skipsins fann hann sér stað. Þar komu fáir. Á
leiðinni austur um hafið lauk hann við fyrstu sex bækur
biblíunnar. Þá var hann farinn að trúa, að Guð væri til. í fimm
löndum spurði hann fólk, sem var í tengslum við Dómkirkjur
og kirkjur, er þau komu til: Hvernig get ég fundið Guð?
Enginn gat svarað honum! Er hann fór sjóleiðis aftur til
Eandaríkjanna, var hann að lesa í Jesaja spádómsbók. Kaþólsk
samkoma var haldin á skipinu. Á eftir spurði hann: Hvernig get
ég fundið Guð? Enginn svaraði honum.
Haldin var samkoma Mótmælenda. Aðeins fáir voru
viðstaddir. Er samkomunni lauk, spurði hann fyrsta manninn,
sem hann gat náð tali af: Hvernig get ég fundið Guð. Ennþá
kom ekkert svar! Hann spurði annan. Þá loksins fékk hann svar
hjá endurfæddum manni, er sagði honum, hvernig hann gæti
fundið Guð. Pétur spurði margra spurninga um biblíuna. Þeir
ræddu saman í fímm stundir. Maðurinn sýndi honum hjálp-
ræðisveginn í stórum dráttum. Stakk hann upp á því, að Pétur
feri að lesa nýja testamentið. Ekki löngu síðar fann hann
kyrrlátan stað á skipinu. Þar tók hann á móti Jesú Kristi sem
frelsara sínum.
Er saga hans var rituð, hafði hann unnið systur sína til trúar á
Krist, en foreldra sína ekki.
(Þýtt úr ,,The Gideon“ (Gídeóninn) maí 1981. S.G.J.)