Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 93
NORÐURLJÓSIÐ
93
Síra Lyman Beecher (1775-1863) ber Raikes fyrir því,
hvernig var tilhögunin.
Börnin áttu að koma fljótlega eftir kl. 10 á morgnana og vera
þar til 12. Þá áttu þau að fara heim og vera heima til kl. eitt. Er
þau höfðu lesið námskafla, átti að fara aftur með þau til kirkju.
Eftir messu áttu þau að læra spurningakverið til kl. hálf-sex. Þá
skyldu þau fara með þeirri áminningu, að þau mættu ekki gera
hávaða og með engu móti leika sér á götunum.
Heldra fólkið á staðnum gerði gys að Raikes. „Bobby er á
villigæsaveiðum og götustráka flokkur hans. Ræfla-skólar“
sagði það í háði. En hann hélt áfram með þá. Hann trúði því, að
gagnrýnendur hans væru skammsýnir og íhaldssamir um of.
Raikes ætlaðist til þess, að skólarnir hans fyrstu væru
tilrauna-skólar. Eftir því, sem hann varð meir og meir hrifínn
af framgangi þeirra, fór hann að eignast þá hugsjón, að þeim
yrði komið á fót um Bretlands-eyjar allar. Aftur notaði hann
Dagblaðið sitt til að koma þar að grein um, hve heppnast höfðu
vel sunnudagaskólarnir hans. Þá bárust honum margar
fyrirspurnir. Raikes, upphafsmaðurinn, vissi vel, hvernig ætti
að grípa tækifærin til að efla Guðs dýrð og kærleika barna hans.
Einn af þeim, er sendu fyrirspurnir, var Thownley hersir í
Sheffield. I svari sínu lýsir Raikes því vel, hvernig skólarnir
starfa, og hver er tilgangur þeirra. Svar sitt birti hann í
tímaritinu Gentlemen’s Magazine (Tímariti herramanna) árið
1784. Afleiðingarnar urðu líkar því, sem gerist, þegar logandi
eldspýtu er fleygt í bensínpoll. Allt ríkið varð skjótlega umvafið
logum nútíma sunnudagaskóla hreyfingar. . . .
Margir voru þeir sannkristnu menn, er stofnuðu slíka skóla í
stórborgum sínum og í smærri borgum. Svo áhugasamir voru
sumir prestar, að þeir sameinuðust þessari hreyfingu. A þeim
tíma, þegar Raikes birti bréf sitt til Townleys, voru fimm skólar
nieð 165 nemendur. A fjórum árum þar á eftir óx þessi hreyfing
svo, að í Englandi einu voru nemendur orðnir fleiri en 250.000!
Auðvitað mætti hreyfingin andstöðu. Margir iðnaðarmenn
°g eigendur hlutabréfa - kristnir menn! - vissu, að vilji Guðs
gagnvart litlum börnum var sá, að þau strituðu mikið til að
vinna fyrir sér. Eðlilega voru þeir andstæðir því, að börnin