Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 79
NORÐURLJ ÓSIÐ
79
Guð er máttugur
Saga gamla skipstjórans
Skipstjórinn gamli lá fyrir dauðanum. Ævidagur hans var að
kvöldi kominn. Atburðarík hafði ævi hans verið. Hann þurfti
að segja frá einhverju. Hann lét því forstöðumann sinn koma til
sín.
Þú skilur, að nú er ég að leggja upp í síðustu ferð mína.
Aldrei kem ég aftur. En ferðbúinn er ég og fxnn ekki til ótta. Þú
veist, að ég hef verið í söfnuðinum í mörg ár. Mér hefur ekki
verið unnt að vitna alstaðar um, hvernig Guð sendi ungan,
sanntrúaðan pilt á götu mína. Hann leiddi mig út í frelsið. Nú
ætla ég að segja þér þetta. Forstöðumaðurinn sat þarna og
hlýddi með ákefð á frásögn gamla skipstjórans. Þetta var síðasti
vitnisburður hans, erfðaskrá dauðvona manns.
Það var að vori til, og eru mörg ár síðan, að við lágum hér í
bænum og lestuðum skipið með trjáfarmi, er fara átti til
erlendrar hafnar. Bráðlega vorum við ferðbúnir, drógum upp
segl og stefndum til úthafsins. Ahöfnin taldi um tuttugu menn.
Allir voru þeir ókunnugir Guði, eins og ég. Aðeins unglingur
einn var í þessu efni ólíkur okkur hinum. Hann var sem sé
Hjálpræðishermaður. Vesalings pilturinn átti ekki góða daga.
Spottaður var hann og ofsóttur og blátt áfram misþyrmt af
félögum sínum. Mér til mikillar skammar verð ég að kannast
við, að ég var ekki betri.
Morgun einn, er hann kom upp á þilfarið, sá hann, að rauða
treyjan hans var klippt niður í smápjötlur, sem dreift var yfir
þilfarið. Það var ljótt níðingsverk, að taka þessa kæru flík úr
sjómannskistunni hans og eyðileggja hana svona. Drengurinn
starði á treyjuna sína. Hann fann, að honum lá við að gráta.
Elskuð móðir hans hafði gefið honum þessa kæru flík. Honum
var hún heilög og verðmæt.
Er ég sá hann standa þarna eins og að berjast við sjálfan sig,
fann ég til stings í hjarta mínu, því að ég var meðsekur í þessu
níðingsverki, af því að ég hafði samþykkt þetta illvirki. Þegar ég
sá hann krjúpa á kné og þakka Guði upphátt fyrir það, að