Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 157
NORÐURLJÓSIÐ
157
móður og vildi fara rétt strax aftur. En við vildum sjá og skoða
þetta betur og hlusta á leiðsögumanninn, er sagði sögu
staðarins. Þó varð það úr, að við fórum heldur fyrr til baka en
hitt fólkið. Það var búið að setja eitthvað visst upp fyrir ferðina.
En við skildum, að hann vildi losna við okkur sem fyrst til að
komast í eitthvað annað. Fór hann svo af stað með okkur, en
vildi enda ferðina langt frá þeim stað, er hann tók okkur fyrst.
Ekki vildum við samþykkja það og ekki fara út úr bifreið hans
fyrr en við kæmum á þann stað, sem talað var um. Sá hann þá,
að best væri að losna við okkur á þann hátt, að hann færi með
okkur á réttan stað. Okkur hafði líka verið ráðlagt: að borga ekki
fyrr en ferðin væri búin. Borguðum við svo, að ég held, að hann
hafí verið ánægður. Arabarnir hafa verslunarhætti, sem eru
dálítið frábrugðnir þeim, sem við eigum að venjast.
Þegar við förum að versla við Araba, þá setur hann verðið
hátt. En sé farið að þjarka við hann um verðið, og allra helst, ef
hann heldur, að viðskiptavinurinn ætli að hætta, þá getur hann
farið niður með verðið allt að helmingi. Svo getur líka verið, ef
þeir gera eitthvað fyrir einhvern og samið hefur verið um visst
gjald fyrir, ef þeim þá finnst, að þeir hafi gert meira en um var
samið, að þeir vilji þá hækka gjaldið. Kannski hefur þetta verið
þannig með áðurnefndan mann.
Við vorum í þrjá daga í Jórdaníu. Aður en farið var þaðan
komum við í smábæ, sem er skammt frá landamærum Israels.
Er talið, að Rut og Noomi hafi átt heima þar, meðan þær voru í
Mósabslandi. (Mig minnir, að mér væri sagt, að þó nokkuð af
kristnu fólki ætti þar heima).
Margir þekkja söguna um Rut og Noomi, er mér óhætt að
segja. Rut stendur alltaf sem fögur fyrirmynd allra kvenna, sem
eru tengdadætur. Noomi er líka fyrirmynd tengdamæðra.
Hefur þú lesið Rutarbók? Hún er talin göfugasta ástarsaga,
sem rituð hefur verið. Rut varð líka formóðir Jesú Krists,
frelsara vors. (Matt. 1.5.) í efnisyfírlitinu sem er framan við
biblíuna, fínnur þú, hvar Rutarbók er. Við skoðuðum einnig
staðinn þar, sem Jakob glímdi við Guð (engil Hósea 12.5.) Það
var löng glíma. („Ég sleppi þér ekki fyrr en þú blessar mig“.)
Hann fékk blessun og sigur. Þettakennir okkur nokkuð líka. Ef
við höldum út í bæn og trú, munum við líka fá blessun og sigur.