Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 12
12
NORÐURLJÓSIÐ
Hann var nr. 92. Ef maturinn yrði ekki nægur, mundi hann
verða sá, sem fengi ekki neitt!
Jim hristi höfuðið. Allt þetta var honum nýtt. Hið eina, sem
hann nokkru sinni hafði heyrt, var þetta: Þú verður að vinna. Þá
færðu peninga og getur keypt mat. Nógu var það slæmt, að
hann hafði misst móður sína, þótt ekki hefði verið farið með
hann í svona stað, þar sem það var eina leiðin til að fá mat, að
beðið væri um hann.
Háværri bjöllu var hringt. Davey sagði: Komdu, þetta er
kvöldverðurinn.
Agætt, hugsaði Jim. Nú mundi hann fá að sjá, hvort matur-
inn væri nægur. Skömmu síðar sat Jim við annan endann á
löngu borði og horfði eftir því endilöngu. Það var skeið, diskur
og kanna hjá hverjum dreng, en enginn matur! Hann fékk kökk
í hálsinn og renndi honum niður.
Við hinn endann á borðinu stóð Georg Muller. Hann brosti
vingjarnlega og sagði: Drengir, eins og þið vitið eigum við
Föður, sem er Faðir föðurlausra. Sumir af ykkur eru búnir að
vera hjá mér í þó nokkur ár. Hafið þið nokkurn tíma háttað
svangir?
Nei, svöruðu drengirnir.
Og við vitum, að Jesús Kristur er hinn sami í gær og í dag og
um aldur. Eins og hann hefur séð um allt á liðnum árum, mun
hann gera það í dag. Eins og stendur er kvöldmaturinn ekki
kominn. En ég álít, að við gætum haft yfir borðbæn, þakkað
Föður okkar, því að við vitum, að hann mun sjá um okkur.
Drengirnir hneigðu höfuðin, og George Muller bað.
Þá hljómaði löng, hvell hringing í dyrabjöllunni. Jim leit
upp. Georg Muller sagði: Bíðið, drengir, þetta er svarið, sem
við fáum. Hann fór fram í forstofuna.
Heldur þú, að þetta sé svarið? hvíslaði Jim.
Areiðanlega, sagði Davey með því að kinka kolli.
Jim beit saman tönnunum, meðan hann beið.
Eftir fáeinar mínútur kom George Muller aftur inn í salinn.
Brosandi sagði hann: Þetta var maður með dálítið af peningum
handa okkur. Það verður svolítil bið, meðan náð verður í
matinn, en hann verður bráðum kominn á borðið. Drengir,
treystið Guði alltaf. Þau ár, sem ég hef rekið þetta munaðar-