Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 29
norðurljósið
29
henni sjálfri. En frammi fyrir málverkinu stóð hún, gat ekki
farið frá því.
Jæja, sagði listamaðurinn, hérna eru peningarnir þínir og
gullpeningur framyfír, því að þú hefur fært mér lukkuna góðu.
Dansmærin er þegar seld. Vera má, að ég þurfi að fá þig hingað
aftur einhvern tíma seinna, en ekki strax. Við megum ekki
offylla markaðinn, jafnvel ekki með þinni fögru ásjónu.
Stúlkan sneri sér hægt við til að fara.
Þakka yður fyrir, herra! En augu hennar, tilfínninga full,
voru alvarleg. Þú hlýtur að elska hann mjög mikið, herra, þar
sem hann hefur gjörí þetta allt fyrir þig. Gjörir þú það ekki?
Andlitið, sem hún horfði á, varð eldrautt. Listamaðurinn
blygðaðist sín. Stúlkan í fátæklega, upplitaða kjólnum, gekk
burt úr vinnustofunni. En raunalegu orðin hennar hljómuðu í
hjarta hans. Hannreyndi aðgleyma þeim. Þaðtókstekki. Hann
flýtti sér að senda málverkið þangað, sem það átti að fara. Samt
gat hann ekki gleymt: Gert þetta allt fyrir þig.
Kvölin varð að lokum óbærileg. Hann skriftaði fyrir presti til
að fá þann frið, sem hann þráði, friðinn, sem aðeins fínnst fyrir
trú á Krist einan. Ríflegur afsláttur af verðinu fyrir myndina,
hann veitti frið í eina viku eða tvær. Þá kom aftur gamla
spurningin: Þú hlýtur að elska hann mjög mikið, gjörir þú það
ekki? Hún krafðist svars. Hann varð eirðarlaus, gat ekki unnið.
Hann reikaði um og heyrði þá um eitthvað, sem hann hafði
aldrei áður gefið gaum að.
Dag nokkurn sá hann hóp af fólki, sem var að flýta sér til húss
nálasgt borgarveggjunum. Það var fátæklegur staður. Þá veitti
hann því athygli, að aðrir komu úr gagnstæðri átt. Þeir fóru líka
inn um lágar dyr. Hann spurði, hvað væri að gerast þarna.
Annaðhvort vissi maðurinn það ekki, eða hann vildi ekki svara
honum. Fáum dögum seinna komst hann að því, að ókunnur
niaður, einn af ,,siðabótarmönnum“ átti þarna heima, einn af
þessum fyrirlitnu mönnum, sem alltaf við hvert tækifæri
vitnuðu til orðs Guðs. Það var naumast virðulegt, varla óhætt
jafnvel að þekkja þá. Samt sem áður, hér gæti hann, ef til vill,
fundið þann frið, sem hann var að leita.
Listamaðurinn hafði heyrt, hvernig þessir siðabótarmenn
!ögðu allt í hættu og iðulega yfirgáfu alit vegna sannleikans, er