Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 95
norðurljósið
95
hvernig hægt væri að ná í nýja nemendur, halda þeim við námið
og að heimsækja þá, sem mættu ekki.
Frábær árangur varð af þeim skólum, sem Meþódistar
héldu, langt fram yfír allt það, sem áður hafði þekkst.
Robert Raikes var ekki faðir sunnudagaskóla þannig, að
hann fyndi þá upp. Aður en hann fæddist voru skólar haldnir á
sunnudögum, sem kenndu kristin fræði. En hann var
spámaður sunnudagaskóla-hreyfmgar nútímans. Hann var
kristinn þjónn, sem hagnýtti endurfædda vitsmuni og eignir
sínar til að bæta úr félagslegum og andlegum þörfum örsnauðra
barna, sem heima áttu í borginni hans.
Skólarnir hans Raikes urðu frumherjar alþýðu menntunar í
Englandi. Skólar Wesley’s urðu að þeim sunnudagaskólum,
sem við þekkjum nú á dögum.
Snúið á ísl. úr mánaðarritinu Eternity (Eilífðin)
S.G.J. Dálítið stytt.
Vitnisburður frá Kína
Mr. Arthur Gook birti langan greinaflokk í Norðurljósinu, sem
hann kallaði: „Er biblían ábyggileg?“ Þetta er kafli úr þeim
greinaflokki:
Aður hef ég getið um það, að gagnrýnendur biblíunnar halda
því fram, að sköpunarsagan, syndafallssagan og lögmálið, er
Móse gaf Israelsmönnum, eigi rætur að rekja til Kaldea, rita
þeirra. En ’settar saman’ af þeim, sem rituðu Móse-bækurnar.
Höfundar þeirra hafa þá fimmtíu og einu sinni orðið sekir um
ósannindi, er þeir notuðu orðin: „Þá sagði Drottinn við Móse“
°g sjötíu og tvisvar sinnum, er þeir notuðu orðin: „Þá talaði
Drottinn við Móse og sagði“. Sannarlega hafa þessar
mannverur haft mjög litlar mætur á sannleikanum. En þær
áttu hvergi heima, nema í hugum gagnrýnenda biblíunnar.
Til er kröftug sönnun fyrir því, að syndafallið, flóðið mikla
°g fórna-lögmálið, hafi verið kunn hinum fyrstu mönnum. I
tungumáli Kínverja finnum vér róttækan vott þess, að helstu