Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 49
NORÐURLJOSIÐ
49
sem ég á, en nú vil ég gefa Drottni hann. Viltu gjöra svo vel að
selja hann og láta peningana ganga til Drottins starfs.
Þegar ég hugsaði til gamalla daga, mundi ég eftir
innrammaðri ritningargrein, sem hékk á veggnum. Eg hafði
fengið hana í verðlaun í sunnudagaskólanum. Var það fyrir að
kunna minnisgreinina: „Þú skalt elska náunga þinn eins og
sjálfan þig“, stóð þar. Ég hugsaði um öll fötin, alla skart-
gripina, sem ég hafði í sjálfselsku minni notað handa mér. - Og
svo: „Þú skalt elska náunga þinn eins og sjálfan þig“.
Dagstofan.
Eftir þetta fórum við inn í dagstofuna. Af óaðgæslu hafði ég
skilið fótbolta þar eftir á gólfinu. „Þykir þér gaman að leika
fótbolta?“ spurði Drottinn. Þetta var nóg til þess, að ég fór að
lýsa, af mikilli hrifningu, kappleiknum í meistara-deildinni. Ég
varð gagntekinn af sjálfum mér, hve vel ég sagði frá, svo að ég
fór að hugsa um, hvort ekki mundi möguleiki á því að útvarpið
vildi reyna mig sem fréttamann í næstu landsliðskeppni. En
þegar ég hafði lokið þessari frásögn, og Jesús sagði ekki neitt,
kom mér nokkuð í hug. Ég undraðist, að ég skyldi ekki vera
svona hrifínn, og að orðin skyldu ekki flæða eins út úr mér,
þegar ég átti að flytja öðrum fagnaðarerindið. Ég hugsaði líka
um það, hvernig ég gæti réttlætt: að eyða svo miklum tíma og
kröftum í að sparka þessum leðurhlut frá öðrum enda vallarins
til hins.
Dagbókin mín lá á borðinu með frásögn af skemmtiferð, er
ég hafði farið til Aþenu nýlega. Þetta hafði verið góð ferð, því að
víða er talað um Aþenu í biblíunni. Acropolis, Aeropagus,
Parthenon. Nokkuð sérstætt var við, er ég kom heim aftur.
Vinur minn einn spurði mig: Sástu nokkra ávexti þar? Ég sagði
honum frá glóaldinum, greip-aldinum og gómsætum
vínberjum. En það voru ekki þannig ávextir, sem hann átti við.
Hann átti við ávexti fagnaðarerindisins, - hvort ég hafði séð
nokkra sál, er unnist hafði fyrir Drottin. Ég fékk skömm á sjálf-
um mér. Ég minntist þess, að Páll postuli hafði einu sinni heim-
sótt Aþenu. Þegar hann sá, hvernig fólkið var fjötrað í hjáguða-
dýrkun, varð honum þungt í skapi. Hann var ekki að fara
nokkra skemmtiferð. Sannarlega ekki. Það var öðruvísi með
niig, því miður.