Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 122
122
NORÐURLJÓSIÐ
Oánægja
Maja rykkti höfðinu til, svo að hristust dökkir, hrokknir lokkar
hennar. Hún var blóðrjóð í kinnum, og rödd hennar titraði.
Mamma, nú vil ég ekki lengur vera heima. Eg strita og þræla.
Enga fæ ég peninga. Hvað fatnaði mínum viðvíkur, þá er ég sú
stúlka hér í sókninni, sem á fæsta og ódýrasta kjóla.
Móðir hennar lagði saumadót sitt til hliðar. Hún var kona
fríð sýnum, lítið eitt yfir fertugt. Svarthærð var hún, en hárið
byrjað að grána yfír vöngunum. Asjóna hennar var fríð, en
skráðar á hana rúnir rauna. Með sannri sorg var það, að hún leit
á reiða dóttur sína og svaraði: „Föður þínum og mér fmnst, að
þú ættir að vera heima hjá okkur eitt ár ennþá. Hugsa þú til
þess, hvað þú hefur verið veik. Hér getur þú gert þau verk, sem
eru við þitt hæfi. Farir þú að vinna hjá öðrum fyrir kaupi,
verður þú að gera öll verk.
Eg segi, að ég vil fara að vinna, svo að ég geti eignast falleg föt
og litið út eins og aðrar ungar stúlkur. Bertel frændi sagði í gær,
að ég væri mjög falleg, og að hann hefði aldrei séð eins laglega
stúlku. Maja roðnaði er hún sagði síðustu orðin.
Svona hefði Bertel frændi ekki átt að tala við þig. En fyrst þig
langar svo mikið til að komast í burtu, verðum við að fmna stað
handa þér.
Ekki þarftu að hugsa um það. Sonja hans Stórgarðs
hestakaupmanns þarf að fara að heiman og hjálpa einhverri
fjölskyldu síðustu þrjá mánuði ársins. Hún hefur spurt mig,
hvort ég gæti ekki hugsað mér að vera þar þrjá síðustu mánuði
ársins. Kaupið er 125 kr. á mánuði. Hve mikið get ég keypt
fyrir þá peninga.
Mér þykir leitt, að þú skulir vilja vera á því veraldlega
heimili. Kannski við lofum þér samt að reyna það. Þú gætir haft
gott af því að sjá, hvaða munur er á fólki, sem lifir án Guðs og
hinu, sem heyra vill Drottni til. Eg skal tala við pabba þinn um
þetta.
Er foreldrarnir höfðu lengi íhugað það, gáfu þau Maju leyfi
til að ráða sig í vistina. Nú gat hún fengið að reyna, hvernig væri