Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 68
68
NORÐURLJÓSIÐ
Enginn kemur í fyrsta skipti til Krists - eða öðlast kristilegan
þroska - án þess að hafa einhverja reynslu af miklum, andlegum
þorsta. Ef við athugum tíðarmynd sagnarinnar þarna, þá
merkir hún: að drekka og halda áfram að drekka. Mætti það
ávallt verða svo, að okkur þyrsti eftir frelsara okkar. Þá
munum við verða farvegir fyrir sama lifandi vatnið, er streymir
til annarra. (38. grein). Vænta má þess, að á þessum dögum,
sem við lifum á, muni andlegur þorsti sækja á margt fólk,
þorsti, sem það hefur aldrei áður kynnst. Mættum við þá vera
tilbúin að leiða það að uppsprettu-lindinni.
(Þýtt úr Prayer Fellowship Leaflet, Bcenasamfélags-smáritið,
Scripture Gift Mission, Ritningagjafa trúboðsins, London, apríl
1981. S.GJ.)
Eftir Trolly Neutzsky Wulf.
Fögur, ung stúlka stóð við gluggann og starði út. Hún var í
djúpum hugsunum. Sjónin var óskýr af tárum.
Prinsessan unga, Katarina, - eða Tina eins og hún var oftast
kölluð - var bróðurdóttir Alexanders 2. Rússa-keisara. Alin var
hún upp við alla þá viðhöfn og ljóma, sem birtist hjárússnesku
hirðinni. Kórónu keisaradrottningar gat hún höndlað. Til þess
þurfti hún ekki annað en rétta fram höndina. Ríkisarfínn,
Nikulás og hún, höfðu alltaf verið góðir vinir. Smám saman
komu tilfinningar, sem dýpri voru en vináttan. Innileg ást
samtengdi þessa tvo unglinga. Nikulás óskaði einskis heitar en
að vinna það mál, að æskuvina hans yrði brúður hans.
Fúslega vildi prinsessan gefa honum bæði hönd og hjarta!
Til hans flaug 17 ára meyjarhjartað hennar. Hún gat þó ekki
öðlast geislandi ástarsælu. Svo fjarri fór því, að einmitt ást
hennar á Nikulási olli henni sorgar.
Til þess að geta gifst honum varð hún að gerast grísk-kaþólsk
og heita því að ala börn sín upp í þeirri trú. En prinsessan Tina
var meira en nafnkristin. Á ungum aldrei hafði hún öðlast þá