Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 154
154
NORÐURLJÓSIÐ
Á leiðinni til Jórdaníu var komið við í Aþenu. Þar var staðið
stutt við, tekið eldsneyti, held ég, og nokkrir farþegar. Þar
fórum við ekki út úr flugvélinni, en gægðumst út um gluggana.
Aþena er stór borg. Hún var á fyrri tíð talin eitt hið mesta
menntasetur heimsins. Einnig voru íbúarnir fróðleiksfúsir.
Þess vegna vildu þeir fá að heyra, hvað postulinn Páll hafði að
flytja, er hann kom þar einu sinni forðum. Um það getum við
lesið í Postulasögunni 17. kap. Margar hæðir eru í Aþenu og við
hana. Ekki gátum við komið auga á hæðina, þar sem Páll
prédikaði, þannig að við gætum þekkt hana.
Hér ætla ég að geta þess áður en ég held lengra, að í
Danmörku bættust 18 manns í hópinn. Það var fólk frá
Svíþjóð. Ferðafélagið sænska annaðist umsjón ferðafólksins.
Fararstjórinn sænski var kallaður Hilding, trúaður, eldri mað-
ur, kátur mjög og uppörvandi. Hann fór stundum að syngja allt
í einu, og efnið í því, sem hann söng oftast, var eitthvað á þessa
leið:
Við skulum leitast við að lifa
fyrir hvert annað þann tíma,
sem við verðum samferða hér
á jörð, og gæta hvers annars.
Þetta var líka hvatning til þess, að hver liti eftir öðrum á
ferðalaginu. Það var líka gert. Allt var þetta ákveðið, trúað fólk,
þótt ég vissi ekki vel um tvennt eða þrennt. Þau góðu hjón,
Daníel Glad og kona hans, Maríanna, voru alúðar fararstjórar
fyrir okkur íslendingana. Þau voru alltaf búin til hjálpar, er
þörfm krafði.
Við vorum svo í gistihúsi í Jórdaníu, sem hét Ambassador
Hotel. Þetta var gott nafn. Það þýðir víst Erindreka- eða
Sendiherra-gistihús. Það stendur í 2. Korintubréfi 5. kap. 20.
versi: „Vér erum því erindrekar í Krists stað“ (Ambassadors,
ensk þýðing). Eg held líka, að flestir okkar hafi verið erindrek-
ar Krists að einhverju leyti, svo að nafnið á gistihúsinu hafi átt
við okkur.
Við byrjuðum á því, daginn eftir komu okkar til Jórdaníu, að
við fórum að skoða ýmsa merka staði. Amman er orðin stór
borg núna. Fyrir nokkrum árum var íbúatalan í tugþúsundum,
en nú skiptir hún milljónum. Mikið af þeim eru Arabar, er