Norðurljósið - 01.01.1982, Blaðsíða 110
110
NORÐURLJOSIÐ
Nú þarfnast heimurinn einhvers slíks. En þettaer allt of gott
til að geta verið satt, að slíkur máttur sé til.
Nú eru allar sýnir, draumar, öll barnatrú mín á brott.
Hún hló beisklega.
Þetta var tál, fagur draumur, meðan hann var. Nú er ég
fátæk, rænd. Jesús elskaði, en ég hata, hata kennarana, hata
foreldrana, og flest í skólanum.
Andlitsvöðvarnir stirðna. Tárin koma í grænu augun, haturs
og reiðitár.
Hún horfði yfír skínandi hvíta ásana. Þá kom henni sálmur í
hug. Samstundis lagði hún hendurnar á ennið og bað: Guð, ger
þú sál mína hvíta sem nýfallinn snjó. Lát blóðið (Jesú) fjarlægja
alla þá synd, sem þú sérð. Hreinsaðu mig af eigingirni, hroka og
efa. Hreinsaðu mig með blóði þínu. Lát mig eignast bros þitt.
Jesús, mættu mér nú. Kom inn í ævi mína. Drottinn Jesús, ég
þarfnast þín. Tárin streymdu.
Þetta hrópaði hún, svo varð allt hljótt.
Allir vöðvar urðu slakir.
Þökk, Drottinn Jesús!
Hún tók upp vasaklútinn, þerraði augun og sagði svo hægt,
mjög hægt: Hann kom í raun og veru, frelsari minn, kom innst
inn í veru mína.
Maðurinn stóð þarna, virti hana fyrir sér undrandi, var með
munninn hálfopinn.
Eg gæti þurft að mæta honum, læknast af hugleysi mínu.
Mættu Finni líka, bað stúlkan.
Hann spennti greipar, hneigði höfuðið og bað.
Þannig stóðu þau lengi. Meðan hátíðablær kom yfír þau og
umhverfis þau. Hugsaðu um, hvort við gætum ekki gengið
saman á Guðs vegum, meðan við lifum, sagði hann, er þau
lögðu af stað heimleiðis.
Hún svaraði ekki, heyrði naumast, hvað hann sagði. Hið
nýja, mikla fyllti huga hennar. Lítið meira ræddust þau við,
meðan þau héldu veginn heim.
Hún gekk hljóðlega inn í húsið, en nam undrandi staðar. Allt
var óhreyft frá því, er það var, þegar hún fór. Matur alls
heimilisfólksins lá ósnertur á diskunum.
Oþægileg hugsun greip hana. Móðir hennar hlaut að hafa